Borað eftir heitu vatni við bakka Ölfusár á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 18:53 Steinar Már (t.v.) og Sigurður Þór við borsvæðið við Hótel Selfoss og Ölfusá þar sem vonast er til að heitt vatn finnist. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Borstjórinn segist vera hundrað prósent viss um að vatnið finnist. Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira