Ákall um að FIFA og UEFA banni Ísrael að spila við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 08:31 Ísland og Ísrael mættust í síðustu Þjóðadeild en sú keppni skilaði þeim báðum að lokum sæti í umspili um sæti á EM. vísir/Hulda Margrét FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa verið hvött til að banna Ísrael frá allri keppni í fótbolta vegna hörmunganna á Gasa. Slíkt bann hefði mikil áhrif á Ísland. Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35
Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00