Vill færa skráningu Tesla til Texas Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 18:16 Elon Musk segir að hluthafafundur verði haldinn um það að flytja skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware birti úrskurð í máli sem gæti kostað Musk tugi milljarða dala. AP/Leon Neal Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar. Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar.
Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira