Allt hrundi hjá Guðrúnu og Rosengård í seinni hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 22:00 Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Getty/Gualter Fatia Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård máttu sætta sig við stórt tap gegn Frankfurt í Meistaradeildinni knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira