Ótrúleg innkoma ungstirnisins þegar Barca vann nauman sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2024 19:59 Vitor Roque fagnar sigurmarki sínu fyrir Barcelona í dag. Vísir/Getty Hinn 18 ára Vitor Roque var hetja Barcelona sem vann nauman sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti hjá Barcelona eftir að knattspyrnustjórinn Xavi tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið. Barcelona hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu. Liðið er komið áfram í Meistaradeildinni en situr í 4. sæti spænsku deildarinnar og var ellefu stigum á eftir spútnikliði Girona sem situr á toppi deildarinnar. Leikurinn í dag var engin flugeldasýning. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik var það hinn 18 ára gamli Vitor Roque sem tókst að brjóta ísinn. Hann skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu leiksins eftir að hafa komið inn sem varamaður aðeins einni mínútu áður. Markið skoraði hann með skalla eftir sendingu Joao Cancelo. 18-year-old Vitor Roque scores his first Barcelona goal moments after coming on as a sub pic.twitter.com/OHQws95mKn— B/R Football (@brfootball) January 31, 2024 Þetta er fyrsta mark Roque fyrir Barcelona en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barca í byrjun mánaðarins. Með sigrinum fer Barcelona uppfyrir Atletico Madrid og í þriðja sæti deildarinnar en Atletico mætir Rayo Vallecano í kvöld. Spænski boltinn
Hinn 18 ára Vitor Roque var hetja Barcelona sem vann nauman sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti hjá Barcelona eftir að knattspyrnustjórinn Xavi tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið. Barcelona hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu. Liðið er komið áfram í Meistaradeildinni en situr í 4. sæti spænsku deildarinnar og var ellefu stigum á eftir spútnikliði Girona sem situr á toppi deildarinnar. Leikurinn í dag var engin flugeldasýning. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik var það hinn 18 ára gamli Vitor Roque sem tókst að brjóta ísinn. Hann skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu leiksins eftir að hafa komið inn sem varamaður aðeins einni mínútu áður. Markið skoraði hann með skalla eftir sendingu Joao Cancelo. 18-year-old Vitor Roque scores his first Barcelona goal moments after coming on as a sub pic.twitter.com/OHQws95mKn— B/R Football (@brfootball) January 31, 2024 Þetta er fyrsta mark Roque fyrir Barcelona en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barca í byrjun mánaðarins. Með sigrinum fer Barcelona uppfyrir Atletico Madrid og í þriðja sæti deildarinnar en Atletico mætir Rayo Vallecano í kvöld.