Framfaramálin oft ávextir kjarasamninga Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 31. janúar 2024 07:30 Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun