Framfaramálin oft ávextir kjarasamninga Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 31. janúar 2024 07:30 Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vegna þessa frumkvæðis ákvað þáverandi ríkisstjórn Íslands að gefa út yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á samvinnu allra aðila um þróun starfsmenntunar til framtíðar. Frá árinu 2003 hefur FA starfað á grundvelli þjónustusamnings við stjórnvöld. FA var þar með falin ábyrgð og þróun verkefna sem veita eiga fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Árið 2010 bættust svo BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Aðkoma þessara aðila styrkti grunninn að starfsemi FA, sem þjónaði í kjölfarið öllum vinnumarkaðnum, auk þess sem samráð um starfsmenntun á vinnumarkaði jókst. Það er því óhætt að segja að FA sé öflugur samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fimmtu stoð menntakerfisins – fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði. Sameiginlegur skilningur aðila undanfarin ár á mikilvægi menntunar í atvinnulífinu og fyrir einstaklinga hefur dafnað í skjóli vissunnar um ábata allra af samstarfi í þessum málaflokki. Með lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 var settur rammi um þessa fimmtu stoð menntakerfisins. Markmið núgildandi laga er meðal annars að stuðla að því að einstaklingar geti eflt starfshæfni sína en einnig að mæta þurfi þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu með því að efla hæfni starfsfólks og menntunarstig í landinu.Það er ljóst að tæknivæðing krefst nýrrar hæfni hratt. Hraðar en formlega menntakerfið getur brugðist við. Gott samstarf og samtal við atvinnulíf um þarfir og áherslur er lykillinn að árangri í þessum málaflokki. Þarfagreiningu er best farið í samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að hægt sé að bregðast hratt við breytingum. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Í sameiginlegri umsögn ASÍ og SA er því fagnað að lögin eigi með skýrari hætti að taka til fullorðinna innflytjenda og fatlaðs fólks, ásamt því að í þeim verði ákvæði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Verkfæri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem notuð eru til að efla og staðfesta hæfni fólks á vinnumarkaði eru tól sem henta vel til þess að meta og efla hæfni þessara hópa en hafa þarf í huga að verkfærin þarf að þróa áfram til þess að mæta nýjum áskorunum. Í ljósi þess er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að ef lögin eiga að taka til stærri hóps og fleiri verkefna þarf aukið fjármagn að fylgja frá ríkinu. Án aukins fjármagns er hætt við að markmið laganna, að gefa fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða skerta möguleika til að fá störf, ný tækifæri til náms og hæfniþróunar, nái ekki fram að ganga. Það verður að tryggja að hægt verði að mæta þörfum allra þeirra hópa sem um ræðir, bæði fólks á vinnumarkaði, innflytjenda og fatlaðs fólks. Framhaldsfræðslukerfið allt er í hættu ef aðeins á að útvíkka hópinn en ekki tryggja viðeigandi fjármögnun verkefna. FA er veigamikill samráðsvettvangur um menntun sem samanstendur af starfstengdri fræðslu og staðfestingu á hæfni sem fólk aflar sér utan formlega menntakerfisins. Það er mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármögnun fimmtu menntastoðarinnar, skilji og stuðli að því að þróaðar séu sérstakar námsleiðir fyrir einstaklinga sem standa fyrir utan formlega menntakerfið. Um er að ræða stóran hóp fólks sem hefur aflað sér þekkingar og færni á vinnumarkaðnum. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur skýrt fram að tryggja skuli að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði. Það er best gert með öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun