Willum einn af pressukóngum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2024 09:31 Willum Þór Willumsson á ferðinni með boltann í leik með hollenska liðinu Go Ahead Eagles. Getty/Henny Meyerink Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er í frábærum hópi á mjög athyglisverðum tölfræðilista unnum upp úr upplýsingum frá sjö bestu deildum Evrópu. Willum skipar sjötta til sjöunda sætið yfir þá leikmenn sem hafa unnið flesta bolta á síðasta þriðjungnum. Tölfræðin sýnir því að Willum er einn af pressukóngum Evrópu. Squawka Football birti listann fyrir leikina í miðri viku en sjö bestu deildirnar eru í Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi, á Ítalíu, í Portúgal og í Hollandi. Willum spilar með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni og hefur unnið boltann 24 sinnum á hættulegasta svæði vallarins. Hann hefur unnið einum bolta fleiri en Real Madrid stórstjarna Jude Bellingham. Það eru aðeins fimm leikmenn í sjö bestu deildum Evrópu sem hafa unnið fleiri bolta framarlega á vellinum. Efstur er Viktor Gyökerea hjá Sporting Lissabon í Portúgal með 32 unna bolta eða þremur fleiri en Conor Gallagher hjá Chelsea sem er annar með 29 unna bolta. Næstur á undan Willum er Bruno Fernandes hjá Manchester United með 25 unna bolta en í sama sæti eru Florian Wirtz hjá Bayer Leverkusen og Lucas Ocampis hjá Sevilla hafa líka unnið 25 bolta. Willum er 25 ára gamall og hefur spilað með liði Go Ahead Eagles frá 2022. Hann lék áður með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi en lék með Breiðabliki hér heima. Willum er með 6 mörk og 2 stoðsendingar í 19 deildarleikjum á tímabilinu en Go Ahead Eagles situr í sjötta sætinu eftir þessar nítján umferðir. Willum hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í síðustu verkefnum. @squawkafootball's profile picture squawkafootball Hollenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Willum skipar sjötta til sjöunda sætið yfir þá leikmenn sem hafa unnið flesta bolta á síðasta þriðjungnum. Tölfræðin sýnir því að Willum er einn af pressukóngum Evrópu. Squawka Football birti listann fyrir leikina í miðri viku en sjö bestu deildirnar eru í Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi, á Ítalíu, í Portúgal og í Hollandi. Willum spilar með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni og hefur unnið boltann 24 sinnum á hættulegasta svæði vallarins. Hann hefur unnið einum bolta fleiri en Real Madrid stórstjarna Jude Bellingham. Það eru aðeins fimm leikmenn í sjö bestu deildum Evrópu sem hafa unnið fleiri bolta framarlega á vellinum. Efstur er Viktor Gyökerea hjá Sporting Lissabon í Portúgal með 32 unna bolta eða þremur fleiri en Conor Gallagher hjá Chelsea sem er annar með 29 unna bolta. Næstur á undan Willum er Bruno Fernandes hjá Manchester United með 25 unna bolta en í sama sæti eru Florian Wirtz hjá Bayer Leverkusen og Lucas Ocampis hjá Sevilla hafa líka unnið 25 bolta. Willum er 25 ára gamall og hefur spilað með liði Go Ahead Eagles frá 2022. Hann lék áður með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi en lék með Breiðabliki hér heima. Willum er með 6 mörk og 2 stoðsendingar í 19 deildarleikjum á tímabilinu en Go Ahead Eagles situr í sjötta sætinu eftir þessar nítján umferðir. Willum hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í síðustu verkefnum. @squawkafootball's profile picture squawkafootball
Hollenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira