Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 15:15 Bænastundin verður í Víkurkirkju klukkan 19:30 í kvöld. Unsplash/Jon Flobrant Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld. Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna. Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38
Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41