Áfram Grindavík! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. janúar 2024 07:30 Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun