Arnór lagði upp gegn Hollywood-liðinu og Rúnar Þór skoraði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 21:30 Arnór lét finna fyrir sér. Clive Brunskill/Getty Images Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af fjórum mörkum Blackburn Rovers þegar liðið lagði Hollywood-lið Wrexham í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, FA Cup. Þá er Rúnar Þór Sigurgeirsson áfram á toppnum í hollensku B-deildinni. Þrátt fyrir að lið Wrexham hafi fengið mikla athygli síðan Hollywood-tvíeykið Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið þá kom allverulega á óvart þegar Andy Cannon kom gestunum frá Wales yfir í Blackburn enda heimamenn tveimur deildum ofar. A cannon from Andy Cannon A top finish from the @Wrexham_AFC man!#EmiratesFACup pic.twitter.com/0Ro433m3PZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Eftir mark gestanna skiptu heimamenn um gír og skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum. Sammie Szmodics jafnaði metin eftir undirbúning Sam Gallagher. Arnór fær skráða á sig stoðsendinguna en eins og sjá má hér að neðan sá Gallagher um mest alla vinnuna sjálfur. Sam Gallagher makes the defence pay @Rovers#EmiratesFACup pic.twitter.com/KYkOUfUpJP— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Undir lok fyrri hálfleiks bætti Szmodics við öðru marki sínu og þriðja marki Blackburn. Hans fimmta mark í FA Cup og 21. mark á leiktíðinni til þessa. Sam Gallagher var að sama skapi hvergi nærri hættur en hann vann boltann inn á vítateig Wrexham á 59. mínútu. Það nýtti Sondre Tronstad sér en skot hans - sem fór af varnarmanni - gulltryggði sigur Blackburn. SONNYYYY So much credit has to go to Gallagher for winning the ball high up the pitch, and Tronstad powers it in for @Rovers #EmiratesFACup pic.twitter.com/v4V3PQjgM9— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Þar sem mörkin urðu ekki fleiri þá lauk leiknum með 4-1 sigri Blackburn Rovers og liðið komið áfram í 5. umferð FA Cup. Þar mætir það Newcastle United á heimavelli. Í hollensku B-deildinni skoraði Rúnar Þór Sigurgeirsson markið sem tryggði Willem II stig á útivelli gegn Jong PSV. Willem II stefnir rakleiðis upp í efstu deild en liðið trónir á toppnum með 50 stig að loknum 23 leikjum,. Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Wrexham hafi fengið mikla athygli síðan Hollywood-tvíeykið Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið þá kom allverulega á óvart þegar Andy Cannon kom gestunum frá Wales yfir í Blackburn enda heimamenn tveimur deildum ofar. A cannon from Andy Cannon A top finish from the @Wrexham_AFC man!#EmiratesFACup pic.twitter.com/0Ro433m3PZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Eftir mark gestanna skiptu heimamenn um gír og skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum. Sammie Szmodics jafnaði metin eftir undirbúning Sam Gallagher. Arnór fær skráða á sig stoðsendinguna en eins og sjá má hér að neðan sá Gallagher um mest alla vinnuna sjálfur. Sam Gallagher makes the defence pay @Rovers#EmiratesFACup pic.twitter.com/KYkOUfUpJP— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Undir lok fyrri hálfleiks bætti Szmodics við öðru marki sínu og þriðja marki Blackburn. Hans fimmta mark í FA Cup og 21. mark á leiktíðinni til þessa. Sam Gallagher var að sama skapi hvergi nærri hættur en hann vann boltann inn á vítateig Wrexham á 59. mínútu. Það nýtti Sondre Tronstad sér en skot hans - sem fór af varnarmanni - gulltryggði sigur Blackburn. SONNYYYY So much credit has to go to Gallagher for winning the ball high up the pitch, and Tronstad powers it in for @Rovers #EmiratesFACup pic.twitter.com/v4V3PQjgM9— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Þar sem mörkin urðu ekki fleiri þá lauk leiknum með 4-1 sigri Blackburn Rovers og liðið komið áfram í 5. umferð FA Cup. Þar mætir það Newcastle United á heimavelli. Í hollensku B-deildinni skoraði Rúnar Þór Sigurgeirsson markið sem tryggði Willem II stig á útivelli gegn Jong PSV. Willem II stefnir rakleiðis upp í efstu deild en liðið trónir á toppnum með 50 stig að loknum 23 leikjum,.
Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira