Luton áfram eftir hádramatískan sigur á meðan Brighton skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 17:16 Luton Town er komið áfram eftir sigur í Guttagarði. Alex Livesey/Getty Images Luton Town er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir hádramatískan útisigur á Everton þar sem sigurmarkið kom í blálok uppbótartíma. Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29