Luton áfram eftir hádramatískan sigur á meðan Brighton skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 17:16 Luton Town er komið áfram eftir sigur í Guttagarði. Alex Livesey/Getty Images Luton Town er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir hádramatískan útisigur á Everton þar sem sigurmarkið kom í blálok uppbótartíma. Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Brighton & Hove Albion er einnig komið áfram eftir 5-2 sigur á Sheffield United, Leicester City vann Birmingham City 3-0 á meðan Leeds United og Plymouth Argyle þurfa að mætast aftur eftir 1-1 jafntefli á Elland Road. Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu en nú þegar hafa 10 stig verið tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þá gætu fleiri verið tekin af þeim fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Enska bikarkeppnin, FA Cup, gefur fullkomið tækifæri til að dreifa huganum og þá ætti Everton að geta unnið Luton en annað kom á daginn. Vitali Mykolenko varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik. Will take those #EmiratesFACup pic.twitter.com/BtgGWdMfSW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jack Harrison jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en gestirnir frá Luton voru sterkari eftir það. Það var svo þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem varamaðurinn Cauley Woodrow böðlaði knettinum yfir línuna eftir mikið brölt í vítateig Everton. Lokatölur í Guttagarði 1-2 og Luton Town komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Er lokaflautið gall baulaði stuðningsfólk heimaliðsins hátt og snjallt, greinilega ósátt með félagið. Brighton vann Sheffield í miklum markaleik í Stálborginni, lokatölur 2-5. João Pedro skoraði þrjú fyrir gestina, þar af tvö af vítapunktinum. Facundo Buonanotte og Danny Welbeck með hin tvö mörkin. Gustavo Hamer og William Osula með mörk heimaliðsins. It's a hat-trick for @DeJesusofiicial #EmiratesFACup pic.twitter.com/ueVBd5nev1— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2024 Jamie Vardy, Yunus Akgün og Dennis Praet skoruðu mörk Leicester gegn Birmingham og Refirnir komnir áfram. Að endingu kom Jaidon Anthony sínum mönnum í Leeds yfir en Adam Randell jafnaði fyrir Plymouth og liðin þurfa því að mætast aftur. Hér að neðan má sjá mörk dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. 27. janúar 2024 14:29