Breski auðkýfingurinn var ekki lengi að taka til hendinni hjá Man United en enska úrvalsdeildin á enn eftir að staðfesta kaup hans á 25 prósent eignarhlut í félaginu.
Nú þegar hefur Man Utd ráðið nýjan framkvæmdastjóra en það verða þó litlar breytingar á leikmannahópi félagsins.
Antony Martial gekkst nýverið undir aðgerð og verður frá í 10-12 vikur hið minnsta. Talið var að Man United gæti reynt það sama og á síðustu leiktíð þegar það sótti Marcel Sabitzer og Wout Weghorst á láni.
Nú hefur The Athletic greint frá því að það sé ekki einu sinni möguleiki ætli félagið að standast regluverk ensku úrvalsdeildarinnar.
Ten Hag vonast þó til að endurkoma manna á borð við Casemiro, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Harry Maguire verði eins og að fá nýja leikmenn þar sem gengi liðsins á leiktíðinni hefur ekki verið upp á marga fiska.
Man United sækir Newport County heim í ensku bikarkeppninni, FA Cup, á sunnudag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.