Yfirmaður fótboltamála hjá UEFA segir af sér og gagnrýnir forsetann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 11:30 Zvonimir Boban hefur miklar áhyggjur af einræðistilburðum Aleksanders Ceferin, forseta UEFA. Getty/Lukas Schulze Zvonimir Boban, fyrrum stórstjarna AC Milan, hefur sagt af sér sem yfirmaður fótboltamála hjá UEFA og hann vandar forsetanum Aleksander Ceferin ekki kveðjurnar. UEFA hefur staðfest afsögn Boban en hann skrifaði bréf þar sem hann fer yfir það af hverju hann tók þessa dramatísku ákvörðun. Today, we announce the departure of Zvonimir Boban from the organisation by mutual agreement.We extend our gratitude for his dedicated service and wish him the best of luck in his future career endeavours.Full statement: — UEFA (@UEFA) January 25, 2024 Í bréfinu setur Boban meðal annars fram harða gagnrýni á Ceferin, forseta UEFA, og ekki síst á það frumvarp hans um að gefa Ceferin sjálfum tækifæri til að ríkja lengur en í tólf ár. Tólf ár hafa hingað til verið hámarkstími forseta evrópska fótboltasambandsins. „Ég er mjög leiður og hryggur yfir því að þurfa að yfirgefa UEFA en ég átti enga aðra mögulega,“ skrifaði Zvonimir Boban í bréfinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Boban er 55 ára og varð í apríl árið 2021 sá fyrsti í sögunni til að verða yfirmaður fótboltamála hjá UEFA. Boban fer yfir það í bréfinu að það séu bæði laga og siðferðileg vandamál sem koma fram í frumvarpi forsetans. Hann hefur miklar áhyggjur af einræðistilburðum Ceferin. Boban telur líka að Ceferin muni þvinga frumvarpinu í gegn til að ná sínum persónulegu markmiðum. Boban var stórt nafn í fótboltanum á sínum tíma og spilaði bæði fyrir Júgóslavíu og Krótaíu á stórmóti. Hann var leikmaður AC Milan frá 1991 til 2001. Crisis brewing at UEFA - Zvonimir Boban quits as chief football officer in protest at law changes that would see president Aleksander Ceferin exempt from term limits. Follows opposition to the move by England s David Gill pic.twitter.com/yN07pI375o— Martyn Ziegler (@martynziegler) January 25, 2024 UEFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
UEFA hefur staðfest afsögn Boban en hann skrifaði bréf þar sem hann fer yfir það af hverju hann tók þessa dramatísku ákvörðun. Today, we announce the departure of Zvonimir Boban from the organisation by mutual agreement.We extend our gratitude for his dedicated service and wish him the best of luck in his future career endeavours.Full statement: — UEFA (@UEFA) January 25, 2024 Í bréfinu setur Boban meðal annars fram harða gagnrýni á Ceferin, forseta UEFA, og ekki síst á það frumvarp hans um að gefa Ceferin sjálfum tækifæri til að ríkja lengur en í tólf ár. Tólf ár hafa hingað til verið hámarkstími forseta evrópska fótboltasambandsins. „Ég er mjög leiður og hryggur yfir því að þurfa að yfirgefa UEFA en ég átti enga aðra mögulega,“ skrifaði Zvonimir Boban í bréfinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Boban er 55 ára og varð í apríl árið 2021 sá fyrsti í sögunni til að verða yfirmaður fótboltamála hjá UEFA. Boban fer yfir það í bréfinu að það séu bæði laga og siðferðileg vandamál sem koma fram í frumvarpi forsetans. Hann hefur miklar áhyggjur af einræðistilburðum Ceferin. Boban telur líka að Ceferin muni þvinga frumvarpinu í gegn til að ná sínum persónulegu markmiðum. Boban var stórt nafn í fótboltanum á sínum tíma og spilaði bæði fyrir Júgóslavíu og Krótaíu á stórmóti. Hann var leikmaður AC Milan frá 1991 til 2001. Crisis brewing at UEFA - Zvonimir Boban quits as chief football officer in protest at law changes that would see president Aleksander Ceferin exempt from term limits. Follows opposition to the move by England s David Gill pic.twitter.com/yN07pI375o— Martyn Ziegler (@martynziegler) January 25, 2024
UEFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira