Grindavík og kjaraviðræðurnar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 24. janúar 2024 14:01 Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál ASÍ Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar