Sögufölsun eytt í kyrrþey Hjörtur Hjartarson skrifar 24. janúar 2024 13:31 Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun