Séra Friðrik felldur af stalli sínum Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2024 12:07 Vinnuvélar hafa verið nýttar við verkið í Lækjargötu í morgun. Hér er öflugur höggbor að mölva stallinn niður. Vísir/Sigurjón Starfsmenn borgarinnar eru í þessum skrifuðu orðum að fella séra Friðrik Friðriksson af stalli sínum. Mikil umræða hefur verið um styttuna, sem hefur verið á besta stað við Lækjargötu, eftir að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur upplýsti í nýlegri bók um Friðrik að hann hafi leitað á unga drengi. Séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnum KFUM og KFUK á sínum tíma auk þess sem hann var stofnandi Vals. Síra Friðrik tekinn af stalli sínum, hann tjóðraður og komið úr almannarýminu. Reykjavík Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar þá borgarstjóra um að styttan yrði tekin niður og henni fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Í tillögu Dags kemur fram að leitað hafi verið umsagnar hjá KFUM og KFUK og Listasafni Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna og sú varð niðurstaðan. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Fyrir liggur að Gabríella Friðriksdóttir hefur verið fengin til að vinna styttu af tónlistarkonunni Björk og mun hún líklega taka sér stöðu þar sem séra Friðrik var áður. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04 Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45 Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um styttuna, sem hefur verið á besta stað við Lækjargötu, eftir að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur upplýsti í nýlegri bók um Friðrik að hann hafi leitað á unga drengi. Séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnum KFUM og KFUK á sínum tíma auk þess sem hann var stofnandi Vals. Síra Friðrik tekinn af stalli sínum, hann tjóðraður og komið úr almannarýminu. Reykjavík Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar þá borgarstjóra um að styttan yrði tekin niður og henni fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Í tillögu Dags kemur fram að leitað hafi verið umsagnar hjá KFUM og KFUK og Listasafni Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna og sú varð niðurstaðan. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Fyrir liggur að Gabríella Friðriksdóttir hefur verið fengin til að vinna styttu af tónlistarkonunni Björk og mun hún líklega taka sér stöðu þar sem séra Friðrik var áður.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04 Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45 Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04
Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45
Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44