Lykildagsetningar þegar líður að kjöri nýs forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 14:56 Guðni Th. Jóhannesson var meira eins og „venjulegur maður“ heldur en forseti þegar hann greip inn í erfiðar aðstæður í dag. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta Íslands mega þann 1. mars byrja að safna meðmælum rafrænt fyrir framboð sitt. Þeir hafa átta vikur eða til 26. apríl til að skila meðmælum og tilkynna um framboð. Þá verða fimm vikur til kjördags. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu eftir átta ár í embætti. Nokkrir hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar að bjóða sig fram og telja má líklegt að fjölmargir liggi undir feldi og máti sig við stólinn. Frambjóðendur ættu að hafa nokkrar lykildagsetningar í huga nú þegar innan við fimm mánuðir eru í að nýr forseti verður kjörinn í lýðræðislegum kosningum þann 1. júní. Ítarlegri upplýsingar má finna á kosningavefnum, Kosning.is. 1. mars 2024 Þennan dag mega frambjóðendur byrja að safna meðmælum rafrænt. Þau skulu ekki vera færri en 1500 og ekki fleiri en 3000. Þá þurfa þau að dreifast á fjórðunga með eftirfarandi hætti: Sunnlendingafjórðungur: Lágmark 1233 og hámark 2465 Vestfirðingafjórðungur: Lágmark 56 og hámark 112 Norðlendingafjórðungur: Lágmark 157 og hámark 314 Austfirðingafjórðungur: Lágmark 54 og hámark 109 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Lágmarksfjöldi meðmæla sé alltof lítill. 26. apríl 2024 Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi. Þá þurfa meðmælin að liggja fyrir. Landskjörstjórn fer yfir listana. Fjölmörg dæmi eru um það í fyrri kosningum að yfirlýstum frambjóðendum hafi ekki tekist að skila inn meðmælalista eða landskjörstjórn hefur haft eitthvað við listann að athuga. 2. maí 2024 Landskjörstjórn auglýsir þennan dag hverjir eru í framboði til forseta Íslands, þ.e. hverjir uppfylla öll skilyrði þar á meðal tilskilinn meðmælafjölda. Viðkomandi þurfa að hafa náð 35 ára aldri á kjördegi og vera íslenskur ríkisborgari. 3. maí 2024 Þennan dag hefst utanjörfundaratkvæðagreiðsla. Þá geta þeir sem vita að þeir geta ekki gengið til kosninga vegna veru erlendis til dæmis kosið á sérstökum utankjörfundarstöðum. 31. maí 2024 Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur 1. júní 2024 Kjördagur. Landsmenn ganga til kosninga um allt land. Fjölmörg sveitarfélög munu nýta tækifærið og láta fara fram atkvæðagreiðslu sem varðar málefni í einstaka sveitarfélögunum. Nokkrir hafa lýst því yfir að ætla að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þau eru Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði ekki meðmælalista. Þá segjast einhverjir liggja undir feldi. Heimir Már Pétursson rýndi í sögu embættisins í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum. Greinina má lesa að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu eftir átta ár í embætti. Nokkrir hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar að bjóða sig fram og telja má líklegt að fjölmargir liggi undir feldi og máti sig við stólinn. Frambjóðendur ættu að hafa nokkrar lykildagsetningar í huga nú þegar innan við fimm mánuðir eru í að nýr forseti verður kjörinn í lýðræðislegum kosningum þann 1. júní. Ítarlegri upplýsingar má finna á kosningavefnum, Kosning.is. 1. mars 2024 Þennan dag mega frambjóðendur byrja að safna meðmælum rafrænt. Þau skulu ekki vera færri en 1500 og ekki fleiri en 3000. Þá þurfa þau að dreifast á fjórðunga með eftirfarandi hætti: Sunnlendingafjórðungur: Lágmark 1233 og hámark 2465 Vestfirðingafjórðungur: Lágmark 56 og hámark 112 Norðlendingafjórðungur: Lágmark 157 og hámark 314 Austfirðingafjórðungur: Lágmark 54 og hámark 109 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Lágmarksfjöldi meðmæla sé alltof lítill. 26. apríl 2024 Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi. Þá þurfa meðmælin að liggja fyrir. Landskjörstjórn fer yfir listana. Fjölmörg dæmi eru um það í fyrri kosningum að yfirlýstum frambjóðendum hafi ekki tekist að skila inn meðmælalista eða landskjörstjórn hefur haft eitthvað við listann að athuga. 2. maí 2024 Landskjörstjórn auglýsir þennan dag hverjir eru í framboði til forseta Íslands, þ.e. hverjir uppfylla öll skilyrði þar á meðal tilskilinn meðmælafjölda. Viðkomandi þurfa að hafa náð 35 ára aldri á kjördegi og vera íslenskur ríkisborgari. 3. maí 2024 Þennan dag hefst utanjörfundaratkvæðagreiðsla. Þá geta þeir sem vita að þeir geta ekki gengið til kosninga vegna veru erlendis til dæmis kosið á sérstökum utankjörfundarstöðum. 31. maí 2024 Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur 1. júní 2024 Kjördagur. Landsmenn ganga til kosninga um allt land. Fjölmörg sveitarfélög munu nýta tækifærið og láta fara fram atkvæðagreiðslu sem varðar málefni í einstaka sveitarfélögunum. Nokkrir hafa lýst því yfir að ætla að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þau eru Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði ekki meðmælalista. Þá segjast einhverjir liggja undir feldi. Heimir Már Pétursson rýndi í sögu embættisins í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum. Greinina má lesa að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent