Lykildagsetningar þegar líður að kjöri nýs forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 14:56 Guðni Th. Jóhannesson var meira eins og „venjulegur maður“ heldur en forseti þegar hann greip inn í erfiðar aðstæður í dag. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta Íslands mega þann 1. mars byrja að safna meðmælum rafrænt fyrir framboð sitt. Þeir hafa átta vikur eða til 26. apríl til að skila meðmælum og tilkynna um framboð. Þá verða fimm vikur til kjördags. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu eftir átta ár í embætti. Nokkrir hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar að bjóða sig fram og telja má líklegt að fjölmargir liggi undir feldi og máti sig við stólinn. Frambjóðendur ættu að hafa nokkrar lykildagsetningar í huga nú þegar innan við fimm mánuðir eru í að nýr forseti verður kjörinn í lýðræðislegum kosningum þann 1. júní. Ítarlegri upplýsingar má finna á kosningavefnum, Kosning.is. 1. mars 2024 Þennan dag mega frambjóðendur byrja að safna meðmælum rafrænt. Þau skulu ekki vera færri en 1500 og ekki fleiri en 3000. Þá þurfa þau að dreifast á fjórðunga með eftirfarandi hætti: Sunnlendingafjórðungur: Lágmark 1233 og hámark 2465 Vestfirðingafjórðungur: Lágmark 56 og hámark 112 Norðlendingafjórðungur: Lágmark 157 og hámark 314 Austfirðingafjórðungur: Lágmark 54 og hámark 109 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Lágmarksfjöldi meðmæla sé alltof lítill. 26. apríl 2024 Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi. Þá þurfa meðmælin að liggja fyrir. Landskjörstjórn fer yfir listana. Fjölmörg dæmi eru um það í fyrri kosningum að yfirlýstum frambjóðendum hafi ekki tekist að skila inn meðmælalista eða landskjörstjórn hefur haft eitthvað við listann að athuga. 2. maí 2024 Landskjörstjórn auglýsir þennan dag hverjir eru í framboði til forseta Íslands, þ.e. hverjir uppfylla öll skilyrði þar á meðal tilskilinn meðmælafjölda. Viðkomandi þurfa að hafa náð 35 ára aldri á kjördegi og vera íslenskur ríkisborgari. 3. maí 2024 Þennan dag hefst utanjörfundaratkvæðagreiðsla. Þá geta þeir sem vita að þeir geta ekki gengið til kosninga vegna veru erlendis til dæmis kosið á sérstökum utankjörfundarstöðum. 31. maí 2024 Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur 1. júní 2024 Kjördagur. Landsmenn ganga til kosninga um allt land. Fjölmörg sveitarfélög munu nýta tækifærið og láta fara fram atkvæðagreiðslu sem varðar málefni í einstaka sveitarfélögunum. Nokkrir hafa lýst því yfir að ætla að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þau eru Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði ekki meðmælalista. Þá segjast einhverjir liggja undir feldi. Heimir Már Pétursson rýndi í sögu embættisins í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum. Greinina má lesa að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu eftir átta ár í embætti. Nokkrir hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar að bjóða sig fram og telja má líklegt að fjölmargir liggi undir feldi og máti sig við stólinn. Frambjóðendur ættu að hafa nokkrar lykildagsetningar í huga nú þegar innan við fimm mánuðir eru í að nýr forseti verður kjörinn í lýðræðislegum kosningum þann 1. júní. Ítarlegri upplýsingar má finna á kosningavefnum, Kosning.is. 1. mars 2024 Þennan dag mega frambjóðendur byrja að safna meðmælum rafrænt. Þau skulu ekki vera færri en 1500 og ekki fleiri en 3000. Þá þurfa þau að dreifast á fjórðunga með eftirfarandi hætti: Sunnlendingafjórðungur: Lágmark 1233 og hámark 2465 Vestfirðingafjórðungur: Lágmark 56 og hámark 112 Norðlendingafjórðungur: Lágmark 157 og hámark 314 Austfirðingafjórðungur: Lágmark 54 og hámark 109 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Lágmarksfjöldi meðmæla sé alltof lítill. 26. apríl 2024 Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi. Þá þurfa meðmælin að liggja fyrir. Landskjörstjórn fer yfir listana. Fjölmörg dæmi eru um það í fyrri kosningum að yfirlýstum frambjóðendum hafi ekki tekist að skila inn meðmælalista eða landskjörstjórn hefur haft eitthvað við listann að athuga. 2. maí 2024 Landskjörstjórn auglýsir þennan dag hverjir eru í framboði til forseta Íslands, þ.e. hverjir uppfylla öll skilyrði þar á meðal tilskilinn meðmælafjölda. Viðkomandi þurfa að hafa náð 35 ára aldri á kjördegi og vera íslenskur ríkisborgari. 3. maí 2024 Þennan dag hefst utanjörfundaratkvæðagreiðsla. Þá geta þeir sem vita að þeir geta ekki gengið til kosninga vegna veru erlendis til dæmis kosið á sérstökum utankjörfundarstöðum. 31. maí 2024 Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur 1. júní 2024 Kjördagur. Landsmenn ganga til kosninga um allt land. Fjölmörg sveitarfélög munu nýta tækifærið og láta fara fram atkvæðagreiðslu sem varðar málefni í einstaka sveitarfélögunum. Nokkrir hafa lýst því yfir að ætla að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þau eru Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði ekki meðmælalista. Þá segjast einhverjir liggja undir feldi. Heimir Már Pétursson rýndi í sögu embættisins í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum. Greinina má lesa að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent