Gengur vel að aðstoða fólk með fíknisjúkdóm í apótekinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2024 13:40 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, vill að skaðaminnkandi þjónusta verði tekin upp á landsvísu. Víkurfréttir Tugir hafa nýtt sér skaðaminnkandi þjónustu í Reykjanesapóteki þar sem fólki er bæði hjálpað við að draga úr neyslu og veitt aðstoð í viðhaldsmeðferð. Lyfjafræðingur segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun og vill að það verði tekið upp á landsvísu. Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína. Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína.
Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira