Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 07:45 Bjarni segir að það verði að líta á heildarmyndina. Vísir/Sigurjón Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í gær milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum í Grindavík. Forsætisráðherra sagði í gær endanlega línu liggja fyrir í febrúar. Þetta sagði Bjarni í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði það áhyggjuefni ef við værum stödd í hrinu jarðhræringa sem geti haft aðrar og alvarlegar afleiðingar á hitaveitu og rafmagn. Það séu mikilvægir innviðir í húfi. Hann ræddi einnig kjaraviðræður þar og ákall um að yfirvöld kæmu inn í þjóðarsátt sem unnið er að með því að styrkja tilfærslukerfið. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefði jafnvel sagt að ef ríkið kæmi ekki inn með þeim hætti yrðu engir kjarasamningar. Vandamálið væri þó að þegar ríkið, sem hann sagði okkur öll, þyrfti að stíga inn í verkefni eins og Grindavík væri svigrúmið minna. „Það auðvitað hefur áhrif á getu okkar til að teygja okkur í átt að kröfum annarra sem á sama tíma eru að biðja okkur að leggja eitthvað af mörkum.“ Spurður hvort að aðstæður í Grindavík myndu hafa þá bein áhrif á kjaraviðræður sagði Bjarni nauðsynlegt fyrir alla að líta á heildarmyndina og það væri óskynsamlegt „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Bjarni ræddi einnig færslur sínar á Facebook-um tjaldbúðir flóttamanna og það hvort að hann hefði verið að slá nýjan tón í umræðum um útlendingamál. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef RÚV. Grindavík Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12 „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum í Grindavík. Forsætisráðherra sagði í gær endanlega línu liggja fyrir í febrúar. Þetta sagði Bjarni í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði það áhyggjuefni ef við værum stödd í hrinu jarðhræringa sem geti haft aðrar og alvarlegar afleiðingar á hitaveitu og rafmagn. Það séu mikilvægir innviðir í húfi. Hann ræddi einnig kjaraviðræður þar og ákall um að yfirvöld kæmu inn í þjóðarsátt sem unnið er að með því að styrkja tilfærslukerfið. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefði jafnvel sagt að ef ríkið kæmi ekki inn með þeim hætti yrðu engir kjarasamningar. Vandamálið væri þó að þegar ríkið, sem hann sagði okkur öll, þyrfti að stíga inn í verkefni eins og Grindavík væri svigrúmið minna. „Það auðvitað hefur áhrif á getu okkar til að teygja okkur í átt að kröfum annarra sem á sama tíma eru að biðja okkur að leggja eitthvað af mörkum.“ Spurður hvort að aðstæður í Grindavík myndu hafa þá bein áhrif á kjaraviðræður sagði Bjarni nauðsynlegt fyrir alla að líta á heildarmyndina og það væri óskynsamlegt „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Bjarni ræddi einnig færslur sínar á Facebook-um tjaldbúðir flóttamanna og það hvort að hann hefði verið að slá nýjan tón í umræðum um útlendingamál. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef RÚV.
Grindavík Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12 „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50
Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12
„Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20