Egyptaland áfram eftir mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 22:26 Egyptar eru komnir áfram. @EFA Egyptaland er komið áfram í útsláttarkeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir gríðarlega dramatík í lokaumferðinni. Egyptar, sem voru án Mohamed Salah, gerðu jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Þá eru gestgjafar Fílabeinsstrandarinnar einnig úr leik. Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira