Grimmdarverk sem brenna Viðar Hreinsson skrifar 22. janúar 2024 13:01 Ég biðst ekki afsökunar á að vitna í Stephan G. í tíma og ótíma því hann sá ótalmargt í skýru ljósi, vissi að samfélagið er manngert og að það sé hægt að breyta því, sé vilji til þess. Það er til að mynda hæpið að tala um manntegundina sem grimmt og gráðugt villidýr, því slíkar hugmyndir taka frá okkur ábyrgð á sjálfum okkur. Það er nærtækt, í ljósi þeirra tíðinda sem yfirskyggt hafa allt annað síðustu mánuði, að rifja upp kvæði frá sumrinu 1909 þegar Gestur, sextán ára sonur hans, lést eftir að hafa snert girðingarvír hlaðinn rafmagni eftir þrumuveður. Í mögnuðu erfikvæði segir Stephan að það lini þjáningarnar að vita með vissu að dauðdaginn var þrautalaus því drengurinn lést samstundis. En það sem laust drenginn var ekki neitt skynbært vald, er vilji neinu mein, né venji á gott, með slys sem tækifæri! Því grimmdarverkin – hvað helzt sem þeir kenna! í hverju hjarta sviðaheitast brenna. Og hægra er við skeð að sætta sig, ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin. Náttúruöfl eru ekki skynbært vald. Við þeim og afleiðingum þeirra má bregðast af bestu getu og moldríkt samfélag á að geta bætt efnalegt tjón Grindvíkinga að fullu, til dæmis með því að kaupa upp eignir þeirra, og leggjast þarf á eitt um að draga eftir mætti úr þeim harmi og sálartjóni sem þeir verða fyrir. Samkennd er lykilafl í samfélagi sem vill teljast siðmenntað. Það er hins vegar ólýsanlega sárt að horfa upp á grimmdarverk valds, hvort sem það eru barnamorð í vitfirrtum stríðsátökum eða brottvísanir flóttafólks studdar bókstöfum laga og reglugerða. Því grimmdarverk eru það, hvað sem lög og reglugerðir segja. Nú hefur heimurinn horft upp á fjöldamorð, þjóðarmorð og barnamorð á Gaza, í skjóli Vesturlanda sem eru samhent um að halda hlífiskildi yfir þeim sem fremja grimmdarverkin. Hræðsla og refsing gjörsneydd allri samkennd sitja öllum megin og hafa nú afhjúpast ömurlega í stöðufærslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og ámátlegu bergmáli í orðum og gerðum Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Það er út af fyrir sig þörf afhjúpun þó lítilmannleg sé. Augljóst er að þessi lágkúrulegi stjórnmálaleiðtogi er að reyna að sleikja upp eitthvert rasistafylgi sem horfið var til Miðflokksins. Ólíklegt að hann hafi skrifað þetta sjálfur því hann kemur sjaldnast frá sér heilli hugsun óundirbúinn, þá hrærist hann eins og skyr eð segir „sagðirðu árás“. Hann dugar flokksnefnunni til að bera fram mannfjandsamlega stefnu með ósvífinni frekju. Annars er viðskipta- og stjórnmálaferill hans alþekkt slóð eyðingar, gjaldþrota eða skuldaniðurfellinga, frændhygli og spillingar sem óþarft er að eyða fleiri orðum á. Frjálshyggjan hefur undanfarin 50 ár reynt að svíða allt sem heitir samkennd og samábyrgð úr samfélagi og menningu með dyggum stuðningi stórkapítalista og fjármálakerfis. Þessi frjálshyggja hvílir á grunni stétta- og nýlendukúgunar undanfarinna alda. Á Vesturlöndum hefur félagshyggjuöflum með baráttu sinni víða lánast að knýja fram samfélagsumbætur en í öðrum heimshlutum er slóðin sviðin að rótum. Rammt arðrán og heimsvaldastefna í framhaldi af nýlendukúgun hafa víða runnið saman við baneitraða þjóðernishyggju. Allt er það enn í gangi, eftirnýlenduástand og framhald kúgunar fátækra landa í skuldafjötrum, magnað af popúlisma, bókstafstrú, karlveldi, ofurvaldi stórfyrirtækja og rugludalla sem eiga þau og stjórna, hergagnaframleiðslu og heimspólitík, þar sem svæðisvöld og orkulindir eru á bak við uppskiptingu heilu heimshlutanna. Þetta er oftast skoðað í sundraðri mynd, hvort sem er Úkraína eða Palestína, Myanmar, Afganistan, oft frá heimspólitískum sjónarhóli stórvelda. Vald hinna stóru er ekki aðeins í nafni auðmagns og herstyrks heldur einnig hugmyndalegt forræði sem misgengi hugmynda og athafna hefur eyðilagt. Vesturlönd hafa fært heiminum göfugar hugmyndir um lýðræði og mannréttindi, sem eru stöðugt fótum troðnar af ráðandi öflum, enda hafa þær líkast til aldrei verið lausar við vestræna yfirburðahyggju. Lýðræðið er staðnað í formfestu á forsendum auðæva og mannréttindi jafnan meiri í orði en á borði. Hvorttveggja hefur snúist upp í ranghverfu sína þegar því er troðið með hervaldi yfir hausamótin á fólki í fátækari heimshlutum. Nýlendukúgun hefur brotið niður samfélög í hagnaðarskyni undir yfirskyni framfara. Af þeim sökum hraðvex andúð fólks á Vesturlöndum, ástand sem Pútín og Kínverjar nýta í ystu æsar. Ástandið á Gaza kristallar ástand heimsins, valdakerfi auðmagns og stjórnmála, og hvað þau vilja ganga langt til að verja sig. Með yfirlýsingum sínum hafa þessir tveir ráðherrar gert lítið úr þjáningum og dauða tugþúsunda Palestínufólks og aðstandenda þeirra sem hér búa. Bjarni Benediktsson og öll sem halda honum við völd taka virkan þátt að verja óbreytt ástand og ofbeldi í brennandi heimi, stuðla að grimmdarverkum hins „skynbæra valds“ og „vilja til að gera mein.“ Það er vel hægt að taka einarða afstöðu gegn þjóðarmorðinu og styðja málsókn Suður Afríku því ekkert skyldar íslensk stjórnvöld til að hanga sem klepri í hala annarra Vesturlanda. Reyndar stakk Stephan G. upp á að nota regnbogann í nýjan þjóðfána, „„friðarbogann”, sem á heima hvar sem regn fellur og sól skín, og ónuminn af öllum þjóðum, verðugt merki þeirrar þjóðar, sem æfinlega fór með friði yfir höfin.“ Sá friðarboðskapur er löngu gufaður upp. Hafa þarf mannúð og samkennd að leiðarljósi til að stöðva blóðbaðið og leita leiða til friðar. Valdbeiting hrindir af stað vítahring ofbeldis og jafnvel smáþjóð getur lagt sitt af mörkum til að rjúfa hann. Það þarf að þvinga einsýna stjórnmálamenn til að taka hausana upp úr sandinum í eyðimörk hugmynda sinna og horfast í augu við miskunnarlaus barnamorð, limlestingar og markvissa eyðingu innviða og samfélagsstofnana, t.d. sjúkrahúsa, skóla og menningarstofnana. Fjöldi fólks deilir efni á samfélagsmiðlum sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar reyna er að horfa framhjá en fréttamiðlar ættu að flytja miklu ítarlegri fréttir frá Gaza. Fyrir viku var staðan þessi: 23.700 fallin (nú um 25.000). Þar af yfir 9.600 börn. 8.000 saknað. Yfir 60.000 særð. Að meðaltali hafa fleiri en 10 börn misst annan eða báða fætur. Yfir 85.000 manns hafa flúið heimili sín og fjöldi fólks býr í tjöldum við harðan kost. Hungur sverfur að yfir 2 milljónum. 21 af 36 sjúkrahúsum hefur verið lokað og þau sem eftir eru vart starfhæf. Yfir 600 hafa farist í árásum á heilsu- eða sjúkrastofnanir. Hættulegasta ástand fyrir blaðamenn frá því hafið var að safna gögnum. 79 fjölmiðlamenn drepnir, 16 blaðamenn særðir, þriggja saknað, 21 handtekinn. Ísrael bannar erlendum fjölmiðlum aðgang að Gaza. Ofbeldið í Gaza er ástand heimsins í ýktri hnotskurn, afleiðing aldalangs yfirgangs Vesturlanda og það er víða stutt af menntafólki, til að mynda í Þýskalandi. Því er það sláandi, þegar íransk-bandaríski heimspekingurinn Hamid Dabashi bendir á, í gagnrýni á hinn virta þýska heimspeking Jürgen Habermas, að vestrænn rasismi sé kirfilega afhjúpaður í viðbrögðum við árásum Ísraelsstjórnar. Þau yrðu önnur ef t.d. Sýrland, Líbanon eða Tyrkland, studd af Rússlandi og Kína, gerðu sprengjuárásir á Tel Aviv í þrjá mánuði, myrtu og limlestu tugi þúsunda, sprengdu upp sjúkrahús, skóla, háskóla og þéttbýl svæði, og segðust vera að eltast við Netanyahu. Í Tel Aviv eru íbúar nefnilega hvítir. Hér er hlekkur á beitta grein Dabashi. Popúlískar hreyfingar og íhaldssamir stjórnmálamenn reyna að halda dauðahaldi í völd og koma í veg fyrir að upplýsingar berist um ástandið. Við því verður að sporna með öllum ráðum. Víða um heim fer nú fram hugmyndagerjun og andóf, til dæmis í öflugu grasrótarstarfi á grundvelli mannúðar og samkenndar. Það birtist í öflugum mótmælum, svo almenningur átti sig og stjórnvöld láti segjast. Ekki aðeins til að stöðva grimmdarverkin á Gaza, heldur einnig til endurreisnar lýðræðis og til að berjast gegn vistkreppu heimsins því þar er við sömu eyðingaröfl að eiga. Ástand heimsins er víða ískyggilegt vegna stríðsrekstrar og vistkreppu, og öflugt grasrótarstarf byggt á mannúð, umburðarlyndi og samkennd er kannski vænlegasta leiðin fram úr því kófi, með því er hægt að þrýsta á stjórnmálamenn og aðra valdhafa um að sjá að sér. Öflug réttindabarátta minnihlutahópa sem víða hefur skilað árangri er ein helsta ljósglætan sem sést hefur undanfarna áratugi. Hér er fallegt dæmi um þá samkennd sem þarf að breiðast út, vinátta ungs transfólks og palestínskra flóttamanna. Svona dropar hola steininn og jafnvel steinhjörtu. Höfundur er bókmenntafræðingur og friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég biðst ekki afsökunar á að vitna í Stephan G. í tíma og ótíma því hann sá ótalmargt í skýru ljósi, vissi að samfélagið er manngert og að það sé hægt að breyta því, sé vilji til þess. Það er til að mynda hæpið að tala um manntegundina sem grimmt og gráðugt villidýr, því slíkar hugmyndir taka frá okkur ábyrgð á sjálfum okkur. Það er nærtækt, í ljósi þeirra tíðinda sem yfirskyggt hafa allt annað síðustu mánuði, að rifja upp kvæði frá sumrinu 1909 þegar Gestur, sextán ára sonur hans, lést eftir að hafa snert girðingarvír hlaðinn rafmagni eftir þrumuveður. Í mögnuðu erfikvæði segir Stephan að það lini þjáningarnar að vita með vissu að dauðdaginn var þrautalaus því drengurinn lést samstundis. En það sem laust drenginn var ekki neitt skynbært vald, er vilji neinu mein, né venji á gott, með slys sem tækifæri! Því grimmdarverkin – hvað helzt sem þeir kenna! í hverju hjarta sviðaheitast brenna. Og hægra er við skeð að sætta sig, ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin. Náttúruöfl eru ekki skynbært vald. Við þeim og afleiðingum þeirra má bregðast af bestu getu og moldríkt samfélag á að geta bætt efnalegt tjón Grindvíkinga að fullu, til dæmis með því að kaupa upp eignir þeirra, og leggjast þarf á eitt um að draga eftir mætti úr þeim harmi og sálartjóni sem þeir verða fyrir. Samkennd er lykilafl í samfélagi sem vill teljast siðmenntað. Það er hins vegar ólýsanlega sárt að horfa upp á grimmdarverk valds, hvort sem það eru barnamorð í vitfirrtum stríðsátökum eða brottvísanir flóttafólks studdar bókstöfum laga og reglugerða. Því grimmdarverk eru það, hvað sem lög og reglugerðir segja. Nú hefur heimurinn horft upp á fjöldamorð, þjóðarmorð og barnamorð á Gaza, í skjóli Vesturlanda sem eru samhent um að halda hlífiskildi yfir þeim sem fremja grimmdarverkin. Hræðsla og refsing gjörsneydd allri samkennd sitja öllum megin og hafa nú afhjúpast ömurlega í stöðufærslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og ámátlegu bergmáli í orðum og gerðum Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Það er út af fyrir sig þörf afhjúpun þó lítilmannleg sé. Augljóst er að þessi lágkúrulegi stjórnmálaleiðtogi er að reyna að sleikja upp eitthvert rasistafylgi sem horfið var til Miðflokksins. Ólíklegt að hann hafi skrifað þetta sjálfur því hann kemur sjaldnast frá sér heilli hugsun óundirbúinn, þá hrærist hann eins og skyr eð segir „sagðirðu árás“. Hann dugar flokksnefnunni til að bera fram mannfjandsamlega stefnu með ósvífinni frekju. Annars er viðskipta- og stjórnmálaferill hans alþekkt slóð eyðingar, gjaldþrota eða skuldaniðurfellinga, frændhygli og spillingar sem óþarft er að eyða fleiri orðum á. Frjálshyggjan hefur undanfarin 50 ár reynt að svíða allt sem heitir samkennd og samábyrgð úr samfélagi og menningu með dyggum stuðningi stórkapítalista og fjármálakerfis. Þessi frjálshyggja hvílir á grunni stétta- og nýlendukúgunar undanfarinna alda. Á Vesturlöndum hefur félagshyggjuöflum með baráttu sinni víða lánast að knýja fram samfélagsumbætur en í öðrum heimshlutum er slóðin sviðin að rótum. Rammt arðrán og heimsvaldastefna í framhaldi af nýlendukúgun hafa víða runnið saman við baneitraða þjóðernishyggju. Allt er það enn í gangi, eftirnýlenduástand og framhald kúgunar fátækra landa í skuldafjötrum, magnað af popúlisma, bókstafstrú, karlveldi, ofurvaldi stórfyrirtækja og rugludalla sem eiga þau og stjórna, hergagnaframleiðslu og heimspólitík, þar sem svæðisvöld og orkulindir eru á bak við uppskiptingu heilu heimshlutanna. Þetta er oftast skoðað í sundraðri mynd, hvort sem er Úkraína eða Palestína, Myanmar, Afganistan, oft frá heimspólitískum sjónarhóli stórvelda. Vald hinna stóru er ekki aðeins í nafni auðmagns og herstyrks heldur einnig hugmyndalegt forræði sem misgengi hugmynda og athafna hefur eyðilagt. Vesturlönd hafa fært heiminum göfugar hugmyndir um lýðræði og mannréttindi, sem eru stöðugt fótum troðnar af ráðandi öflum, enda hafa þær líkast til aldrei verið lausar við vestræna yfirburðahyggju. Lýðræðið er staðnað í formfestu á forsendum auðæva og mannréttindi jafnan meiri í orði en á borði. Hvorttveggja hefur snúist upp í ranghverfu sína þegar því er troðið með hervaldi yfir hausamótin á fólki í fátækari heimshlutum. Nýlendukúgun hefur brotið niður samfélög í hagnaðarskyni undir yfirskyni framfara. Af þeim sökum hraðvex andúð fólks á Vesturlöndum, ástand sem Pútín og Kínverjar nýta í ystu æsar. Ástandið á Gaza kristallar ástand heimsins, valdakerfi auðmagns og stjórnmála, og hvað þau vilja ganga langt til að verja sig. Með yfirlýsingum sínum hafa þessir tveir ráðherrar gert lítið úr þjáningum og dauða tugþúsunda Palestínufólks og aðstandenda þeirra sem hér búa. Bjarni Benediktsson og öll sem halda honum við völd taka virkan þátt að verja óbreytt ástand og ofbeldi í brennandi heimi, stuðla að grimmdarverkum hins „skynbæra valds“ og „vilja til að gera mein.“ Það er vel hægt að taka einarða afstöðu gegn þjóðarmorðinu og styðja málsókn Suður Afríku því ekkert skyldar íslensk stjórnvöld til að hanga sem klepri í hala annarra Vesturlanda. Reyndar stakk Stephan G. upp á að nota regnbogann í nýjan þjóðfána, „„friðarbogann”, sem á heima hvar sem regn fellur og sól skín, og ónuminn af öllum þjóðum, verðugt merki þeirrar þjóðar, sem æfinlega fór með friði yfir höfin.“ Sá friðarboðskapur er löngu gufaður upp. Hafa þarf mannúð og samkennd að leiðarljósi til að stöðva blóðbaðið og leita leiða til friðar. Valdbeiting hrindir af stað vítahring ofbeldis og jafnvel smáþjóð getur lagt sitt af mörkum til að rjúfa hann. Það þarf að þvinga einsýna stjórnmálamenn til að taka hausana upp úr sandinum í eyðimörk hugmynda sinna og horfast í augu við miskunnarlaus barnamorð, limlestingar og markvissa eyðingu innviða og samfélagsstofnana, t.d. sjúkrahúsa, skóla og menningarstofnana. Fjöldi fólks deilir efni á samfélagsmiðlum sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar reyna er að horfa framhjá en fréttamiðlar ættu að flytja miklu ítarlegri fréttir frá Gaza. Fyrir viku var staðan þessi: 23.700 fallin (nú um 25.000). Þar af yfir 9.600 börn. 8.000 saknað. Yfir 60.000 særð. Að meðaltali hafa fleiri en 10 börn misst annan eða báða fætur. Yfir 85.000 manns hafa flúið heimili sín og fjöldi fólks býr í tjöldum við harðan kost. Hungur sverfur að yfir 2 milljónum. 21 af 36 sjúkrahúsum hefur verið lokað og þau sem eftir eru vart starfhæf. Yfir 600 hafa farist í árásum á heilsu- eða sjúkrastofnanir. Hættulegasta ástand fyrir blaðamenn frá því hafið var að safna gögnum. 79 fjölmiðlamenn drepnir, 16 blaðamenn særðir, þriggja saknað, 21 handtekinn. Ísrael bannar erlendum fjölmiðlum aðgang að Gaza. Ofbeldið í Gaza er ástand heimsins í ýktri hnotskurn, afleiðing aldalangs yfirgangs Vesturlanda og það er víða stutt af menntafólki, til að mynda í Þýskalandi. Því er það sláandi, þegar íransk-bandaríski heimspekingurinn Hamid Dabashi bendir á, í gagnrýni á hinn virta þýska heimspeking Jürgen Habermas, að vestrænn rasismi sé kirfilega afhjúpaður í viðbrögðum við árásum Ísraelsstjórnar. Þau yrðu önnur ef t.d. Sýrland, Líbanon eða Tyrkland, studd af Rússlandi og Kína, gerðu sprengjuárásir á Tel Aviv í þrjá mánuði, myrtu og limlestu tugi þúsunda, sprengdu upp sjúkrahús, skóla, háskóla og þéttbýl svæði, og segðust vera að eltast við Netanyahu. Í Tel Aviv eru íbúar nefnilega hvítir. Hér er hlekkur á beitta grein Dabashi. Popúlískar hreyfingar og íhaldssamir stjórnmálamenn reyna að halda dauðahaldi í völd og koma í veg fyrir að upplýsingar berist um ástandið. Við því verður að sporna með öllum ráðum. Víða um heim fer nú fram hugmyndagerjun og andóf, til dæmis í öflugu grasrótarstarfi á grundvelli mannúðar og samkenndar. Það birtist í öflugum mótmælum, svo almenningur átti sig og stjórnvöld láti segjast. Ekki aðeins til að stöðva grimmdarverkin á Gaza, heldur einnig til endurreisnar lýðræðis og til að berjast gegn vistkreppu heimsins því þar er við sömu eyðingaröfl að eiga. Ástand heimsins er víða ískyggilegt vegna stríðsrekstrar og vistkreppu, og öflugt grasrótarstarf byggt á mannúð, umburðarlyndi og samkennd er kannski vænlegasta leiðin fram úr því kófi, með því er hægt að þrýsta á stjórnmálamenn og aðra valdhafa um að sjá að sér. Öflug réttindabarátta minnihlutahópa sem víða hefur skilað árangri er ein helsta ljósglætan sem sést hefur undanfarna áratugi. Hér er fallegt dæmi um þá samkennd sem þarf að breiðast út, vinátta ungs transfólks og palestínskra flóttamanna. Svona dropar hola steininn og jafnvel steinhjörtu. Höfundur er bókmenntafræðingur og friðarsinni.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun