Segir að margar stjörnur séu ósáttar við lífið í Sádi-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 08:01 Aymeric Laporte er ekki alls kostar ánægður með lífið í Sádi-Arabíu. getty/Yasser Bakhsh Aymeric Laporte, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, segir að margar af þeim fótboltastjörnum sem spila í landinu séu ósáttar við lífið þar. Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira