Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2024 20:30 Katrín Stefánsdóttir hesteigandi og knapi í Þorlákshöfn, sem gefur hestunum sínum meðal annars að éta jólatré þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru engu líkara en hestar í Þorlákshöfn séu meðvitaðir um hvað sé góð endurnýting því margir þeirra éta jólatré með bestu lyst. Hér erum við að tala um Katrínu Stefánsdóttur, sem hefur gert það gott á hestunum sínum í gegnum árin í allskonar keppnum enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna á hestum sínum á ýmsum mótum. Katrín sem er að verða áttræð gefur hestunum á húsi tvisvar í dag en sem forrétt og stundum eftirrétt fá hestarnir jólatré til að éta. „Nú eru þeir að rota jólin, éta jólatré. Þeir eru ægilega hrifnir af trjánum og finnst líka gaman að leika sér að þeim. Þetta bætir bara meltinguna en ég hef nú heyrt að sumir segi að þetta fari ekkert vel með þá en þeir eru allir lifandi enn þá,“ segir Katrín hlæjandi. En heldur þú að nálarnar stingist ekkert í magann á þeim og eitthvað þannig? „Nei, þeir tyggja þetta allt saman, blessaður. Það er mjög gott fyrir þá að éta eitthvað trefjaríkt og gróft nefnilega.“ Hestarnir eru mjög hrifnir af jólatrjánum, sem þeir fá hjá Katrínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að hestamenn eru að gera þetta svolítið að gefa jólatré? „Já, já, það er bara svoleiðis. Ég hef gert þetta núna í tvö til þrjú ár og þeir eru allir hrifnir af þessu, það er bara svoleiðis,“ segir Katrín alsæl með hestana sína. Katrín hefur gert það gott í gegnum árin á hestunum sínum á keppnisvellinum þar sem hún hefur unnið til fjölda verðlauna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Jól Dýr Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Hér erum við að tala um Katrínu Stefánsdóttur, sem hefur gert það gott á hestunum sínum í gegnum árin í allskonar keppnum enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna á hestum sínum á ýmsum mótum. Katrín sem er að verða áttræð gefur hestunum á húsi tvisvar í dag en sem forrétt og stundum eftirrétt fá hestarnir jólatré til að éta. „Nú eru þeir að rota jólin, éta jólatré. Þeir eru ægilega hrifnir af trjánum og finnst líka gaman að leika sér að þeim. Þetta bætir bara meltinguna en ég hef nú heyrt að sumir segi að þetta fari ekkert vel með þá en þeir eru allir lifandi enn þá,“ segir Katrín hlæjandi. En heldur þú að nálarnar stingist ekkert í magann á þeim og eitthvað þannig? „Nei, þeir tyggja þetta allt saman, blessaður. Það er mjög gott fyrir þá að éta eitthvað trefjaríkt og gróft nefnilega.“ Hestarnir eru mjög hrifnir af jólatrjánum, sem þeir fá hjá Katrínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að hestamenn eru að gera þetta svolítið að gefa jólatré? „Já, já, það er bara svoleiðis. Ég hef gert þetta núna í tvö til þrjú ár og þeir eru allir hrifnir af þessu, það er bara svoleiðis,“ segir Katrín alsæl með hestana sína. Katrín hefur gert það gott í gegnum árin á hestunum sínum á keppnisvellinum þar sem hún hefur unnið til fjölda verðlauna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Jól Dýr Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira