Vinnubrögðin ófagleg, gætu talist siðblind og beri vott um fégirni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 19:44 Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson hafa skrifað skoðanagrein til að leiðrétta rangfærslur um þætti um Sigga hakkara. Þau saka danskt þáttagerðarfólk og Stöð 2 um siðleysi og fégræðgi. Foreldrar Bergs Snæs, fórnarlambs Sigga hakkara, segja danskt þáttargerðafólk ljúga til um að þættir um Sigurð hafi verið unnir með þeirra samþykki. Vinnubrögðin séu ófagleg og beri vott um fégirni. Kaup Stöðvar 2 á þáttunum sýni dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi. Þetta skrifa Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson í skoðanagrein á Vísi sem titluð er „Skammist ykkar!“. Þar segja þau sig tilneydd til að tjá sig um þáttaröð um Sigurð Þórðarson, Sigga hakkara, og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar þeirra, Bergs Snæs. „Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri,“ skrifa þau í greininni. „Öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er“ Þau segjast í greininni hafa átt samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þar hafi þau tekið skýrt fram að þau vildu ekki vera tengd gerð þáttanna og að þeim fyndist að það ætti alls ekki að gera þættina. „Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er,“ skrifa þau. „Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu.“ Vitnisburður Bergs hafi verið samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar að sögn rannsóknarlögreglu. Engu að síður hafi saksóknari ákveðið að fella málið niður vegna neitunar Sigurðar þó hægt væri að afsanna orð hans. Nú þegar þættirnir hafa verið gerðir, Stöð 2 búið að kaupa réttinn á þeim og sýna á miðlum sínum segja þau að helsti ótti þeirra um efnistökin hafi raungerst. Það er, að í þáttunum fái Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Vissu ekki að Sigurður færi að grafreit sonarins Þá segjast þau hafa fengið tölvupóst frá þáttagerðafólkinu viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til óska þeirra um að birta ekki mynd af syni þeirra. Þau hafi þakkað fólkinu fyrir að láta vita af því, ítrekað andstöðu sína og afþakkað að haft yrði eftir þeim. „Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona!“ segja þau í greininni. Því til við viðbótar ljúgi þáttagerðarfólkið um að þættirnir hafi verið unnir með þeirra samþykki og snúa hnífnum þannig enn frekar í sárinu. „Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um,“ segja þau. Sýning þáttanna jaðri við siðleysi Þau segja að kaup Stöðvar 2 og sýning á þáttunum beri vott um dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi. Höfuðið sé bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á Vísi. Það hafi tekið aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik og gerð og sýning þáttanna hafi ýft upp sárið. Umfjöllun Vísis um þættina hafi nuddað salti í sárið. „Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn,“ segja þau. Vert sé að nefna að Sigurður eigi ótal fórnarlömb sem þjáist nú vegna umfjöllunarinnar. Þau vilji senda þeim kveðju og faðm og bjóða þeim öllum að hafa samband sem vilja. Að lokum hvetja þau fólk til að hunsa þættina og mótmæla því að Stöð 2 sýni þá. Helst vilji þau að þættirnir verði teknir af dagskrá. Þau hafi ekki viljað tjá sig um málið, hafi talið sig tilneydd og hafi nú sagt allt sem þarf. „Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst,“ skrifa þau. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar. Mál Sigga hakkara Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Mér varð hreinlega óglatt" „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. 17. janúar 2024 07:01 Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta skrifa Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson í skoðanagrein á Vísi sem titluð er „Skammist ykkar!“. Þar segja þau sig tilneydd til að tjá sig um þáttaröð um Sigurð Þórðarson, Sigga hakkara, og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar þeirra, Bergs Snæs. „Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri,“ skrifa þau í greininni. „Öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er“ Þau segjast í greininni hafa átt samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þar hafi þau tekið skýrt fram að þau vildu ekki vera tengd gerð þáttanna og að þeim fyndist að það ætti alls ekki að gera þættina. „Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er,“ skrifa þau. „Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu.“ Vitnisburður Bergs hafi verið samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar að sögn rannsóknarlögreglu. Engu að síður hafi saksóknari ákveðið að fella málið niður vegna neitunar Sigurðar þó hægt væri að afsanna orð hans. Nú þegar þættirnir hafa verið gerðir, Stöð 2 búið að kaupa réttinn á þeim og sýna á miðlum sínum segja þau að helsti ótti þeirra um efnistökin hafi raungerst. Það er, að í þáttunum fái Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Vissu ekki að Sigurður færi að grafreit sonarins Þá segjast þau hafa fengið tölvupóst frá þáttagerðafólkinu viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til óska þeirra um að birta ekki mynd af syni þeirra. Þau hafi þakkað fólkinu fyrir að láta vita af því, ítrekað andstöðu sína og afþakkað að haft yrði eftir þeim. „Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona!“ segja þau í greininni. Því til við viðbótar ljúgi þáttagerðarfólkið um að þættirnir hafi verið unnir með þeirra samþykki og snúa hnífnum þannig enn frekar í sárinu. „Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um,“ segja þau. Sýning þáttanna jaðri við siðleysi Þau segja að kaup Stöðvar 2 og sýning á þáttunum beri vott um dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi. Höfuðið sé bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á Vísi. Það hafi tekið aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik og gerð og sýning þáttanna hafi ýft upp sárið. Umfjöllun Vísis um þættina hafi nuddað salti í sárið. „Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn,“ segja þau. Vert sé að nefna að Sigurður eigi ótal fórnarlömb sem þjáist nú vegna umfjöllunarinnar. Þau vilji senda þeim kveðju og faðm og bjóða þeim öllum að hafa samband sem vilja. Að lokum hvetja þau fólk til að hunsa þættina og mótmæla því að Stöð 2 sýni þá. Helst vilji þau að þættirnir verði teknir af dagskrá. Þau hafi ekki viljað tjá sig um málið, hafi talið sig tilneydd og hafi nú sagt allt sem þarf. „Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst,“ skrifa þau. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.
Mál Sigga hakkara Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Mér varð hreinlega óglatt" „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. 17. janúar 2024 07:01 Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Mér varð hreinlega óglatt" „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. 17. janúar 2024 07:01
Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01