Ármann sigruðu ÍA með yfirburðum Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 19:47 (f.v.) PolishWonder, Hundzi og Guddi áttu allir stórleik er þeir sigruðu ÍA. Ármann sigraði ÍA í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Nýir leikmenn ÍA eiga enn eftir að sigra leik. Liðin spiluðu á Anubis og sigruðu ÍA fyrstu lotu leiksins í vörninni. Sigurtilfinningin átti þó eftir að flýja þá fljótt, þar sem Ármann tóku leikinn jötnagripi og sigruðu allar loturnar sem eftir lifðu hálfleiks. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Ármanns og stigu þeir varla feilspor gegn veiku liði ÍA. Lítið mátti setja út á leik þeirra bláu, en ÍA virtust þó aldrei sigurstranglegir í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: ÍA 1-11 Ármann Skammbyssulota seinni hálfleiks fór eins og hún fyrri, en ÍA virtust hafa yfirhöndina þegar bæði lið höfðu skammbyssur. Önnur lota seinni hálfleiks fór til þeirra sömuleiðis og komu þeir stöðunni því í 3-11 áður en Ármann fundu loks sigurloturnar til að hrifsa sigur í viðureigninni. Lokatölur: ÍA 3-13 Ármann ÍA, sem er ekki skugginn af sjálfum sér eftir að öllum leikmönnum liðsins var skipt út, eru enn í áttunda sæti með 10 stig. Ármann halda sér áfram í umræðu um toppbaráttu með 18 stig og eru í þriðja sæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Liðin spiluðu á Anubis og sigruðu ÍA fyrstu lotu leiksins í vörninni. Sigurtilfinningin átti þó eftir að flýja þá fljótt, þar sem Ármann tóku leikinn jötnagripi og sigruðu allar loturnar sem eftir lifðu hálfleiks. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Ármanns og stigu þeir varla feilspor gegn veiku liði ÍA. Lítið mátti setja út á leik þeirra bláu, en ÍA virtust þó aldrei sigurstranglegir í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: ÍA 1-11 Ármann Skammbyssulota seinni hálfleiks fór eins og hún fyrri, en ÍA virtust hafa yfirhöndina þegar bæði lið höfðu skammbyssur. Önnur lota seinni hálfleiks fór til þeirra sömuleiðis og komu þeir stöðunni því í 3-11 áður en Ármann fundu loks sigurloturnar til að hrifsa sigur í viðureigninni. Lokatölur: ÍA 3-13 Ármann ÍA, sem er ekki skugginn af sjálfum sér eftir að öllum leikmönnum liðsins var skipt út, eru enn í áttunda sæti með 10 stig. Ármann halda sér áfram í umræðu um toppbaráttu með 18 stig og eru í þriðja sæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira