Í dómnum segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa stolið greiðslukortum af fjórum aðilum úr vistarverum þeirra og tekið í heimildarleysi allt í allt 760 þúsund íslenskra króna af bankareikningum fólksins í hraðbanka Arion.
Brotin áttu sér stað á tímabilinu 1. júní til 16. nóvember 2022 og tók konan mismikið og misoft út af kortunum. Mest tók hún af einum einstaklingnum 315 þúsund í fjórum úttektum en minnst 80 þúsund af öðrum þremur úttektum.
Í dómnum segir að hin ákærða hafi brugðist „gróflega þeim trúnaði sem henni hafði verið sýndur“ með því að draga sér fjárhæðirnar. Á hinn bóginn sé hún með hreint sakarvottorð, hafi gengist greiðlega við brotum sínum og endurgreiddi brotaþolum.
Hin ákærða játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og krafðist dómurinn að hún yrði dæmd til 90 daga skilorðsbundins fangelsis sem falli niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð og til að greiða allan sakarkostnað og þóknun verjanda síns, 410 þúsund krónur.