Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2024 18:30 Taiwo Badmus var einn af mörgum sem gerðu mjög vel gegn Keflavík í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda og Valsmenn styrkja stöðu sína á toppi Subway deildar karla í körfuknattleik. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar en það var dauf stemmning í húsinu og bæði lið hittu illa til að byrja með. Valsmenn náðu síðan vopnum sínum og fóru að hitta betur og sigu framúr og voru komnir með 12 stiga forskot þegar um mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Staðan 21-9 og eftir á að hyggja var út séð með það hvernig þessum leik myndi ljúka. Keflvíkingar hittu bara ekki úr þriggja stiga skotunum sínum og pirringur gerði vart við sig. Danero Thomas að skjóta þriggja stiga skoti sem að öllum líkindum klikkaði.Vísir / Hulda Margrét Annar leikhluti var alveg eins. Keflvíkingar hittu illa og hentu boltanum svo frá sér í önnur skipti. Valsmenn þökkuðu kærlega fyrir það og gengu á lagið. Munurinn var 21 stig og þegar fyrri hálfleik lauk var forskotið 18 stig 52-34. Kristófer Acox fór oft og tíðum illa með Keflvíkinga undir körfunni í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Valsmenn byrjuðu þriðja leikhlutann á því að negla niður þrist til að viðhalda sínu stuði en Keflvíkingar reyndu að bíta í skjaldarrendur til að vinna niður forskotið. Keflvíkingar fóru að hitta betur en gátu ekki stöðvað sóknarleik Valsmanna á móti. Mestan þátt í því átti maður leiksins Joshua Jefferson sem skoraði 17 stig í þriðja leikhluta og þar af 13 síðustu stig Vals í leikhlutanum. Þau komu í öllum regnbogans litum. Munurinn hélst í kringum 20 stigin og sá maður að blaðran hjá Keflavík tæmdist hægt og þétt. Staðan 84-62 fyrir fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti hófst og honum lauk síðan. Liðin skiptust á körfum sem hentaði heimamönnum náttúrlega betur og endurkoman var aldrei í kortunum hjá Keflavík. Leiknum lauk með 23 stiga sigri 105-82 og vonandi koma ekki margir svona leikir hjá Keflavík það sem eftir er af vetri. Valsmenn eru hinsvegar í sjöunda himni og geta verið mjög ánægðir með sína frammistöðu og úrslitin. Afhverju vann Valur? Þeir náðu að spila af eðlilegri getu og halda einbeitingu allan leikinn. Þeir nutu góðs af lélegri hittni Keflvíkinga en þeir sköpuðu hana náttúrlega með því að stöðva för Remy Martin sem fann félaga sína sem hittu illa framan af. Þegar forskotið var orðið gott var bensíngjöfin stigin þéttar og leikurinn kláraður. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að hitta þriggja stiga skotum í fyrri háfleik. Nýtingin 2 skot ofan í af 18 og 10 stig skoruð síðan á þá eftir tapaða bolta. Þeir höfðu síðan ekki kraft til að koma til baka eins og í Keflavík fyrir jól. Remy Martin skoraði ekki nema níu stig og var heillum horfinn í kvöld. Það munar um minna. Remy Martin átti erfitt gegn Val.Vísir / Hulda Margrét Bestur á vellinum? Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum. Hann fékk mikla hjálp náttúrlega en hvernig hann kláraði þriðja leikhluta þegar hann skoraði 13 stig í röð fyrir sína menn verður eftirminnilegt. Hann skoraði 17 stig í þriðja leikhluta og 31 stig í heild og var frábær á löngum köflum. Valur vann hans mínútur með 12 stigum en bestur í +/- var Taiwo Badmus en hans mínútur unnust með 26 stigum. Írinn knái skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og varði þrjú skot. Joshua Jefferson var illviðráðanlegur.Vísir / Hulda Margrét Hvað næst? Bikarinn er næst um helgina. Keflvíkingar geta þannig verið kátir með það að stutt er í næsta leik en þeir spila við Hött á sunnudaginn á Egilsstöðum. Valur fer í heldur styttra ferðalag en þeir fara í Garðabæinn til að spila við Stjörnuna. Pétur Ingvarsson: Vonandi bara einn af þessum dögum. Pétur Ingvarsson var þungt hugsi lengi vel.Vísir / Hulda Margrét Pétur Ingvarsson þjálfari Keflvíkinga talaði um mikilvægi þess að hitta vel gegn Val í kvöld en það gekk ekki eftir fyrir hans menn. „Við hittum ekki nógu vel og sérstaklega í fyrri háfleik. Valsmenn náðu þannig að byggja upp forskot sem við náðum ekki að vinna til baka.“ Var einhver spurning um að Keflvíkingar hefðu misst hausinn í leiknum? Svona til viðbótar við lélega hittni. „Kannski. Þetta er bara hörkulið sem við vorum að spila við og þeir voru skilvirkari en við í öllu sem þeir voru að gera. Allt sem þeir gerðu gerðu þeir betur en við og þetta er bara klárlega munurinn á liðunum í dag.“ Remy Martin átti ekki góðan leik og skaut fáum skotum. Var eitthvað í hans leik sem var öðruvísi í dag eða var Valur kannski að ná að stöðva hann? „Valur var bara að ná að stöðva hann. Þeir eru með mjög góða varnarmenn og varnarplanið gekk út á að stöðva hann. Svo þegar okkar maður kemst inn í teig og opnar fyrir skyttur sem hitta ekki neitt þá verður þetta svolítið erfitt fyrir hann. Vonandi er þetta bara einn af fáum leikjum sem við hittum svona illa. Þetta var bara ekki okkar dagur í dag.“ Er eitthvað sérstakt sem Pétur þarf að segja við sína menn eftir leikinn inn í klefa? „Bara það að það er æfing á morgun og svo leikur við Hött í 8-liða úrslitum á sunnudaginn í bikarnum. Þetta er einn leikur og ég reikna ekki með að þeir hengi upp einhverja meistarafána eftir þennan leik frekar en við hefðum gert hefðum við unnið.“ Finnur Freyr: Þó svo að það sé kalt úti þá eru menn farnir að finna fnykinn af framhaldinu Finnur Freyr var ánægður með sína menn en það þurfti þó að stýra þeim í leiknum eins og venjulega.Vísir / Hulda Margrét „Ég var bara ánægðastur með frammistöðuna í kvöld og það að við héldum fókus í allavega 39 mínútur í kvöld“, sagði þjálfari Valsmanna þegar hann var spurður út í hvað hann var ánægðastur með í kvöld. „Við gerðum vel í að vinna fyrir hvorn annan, boltinn flaut vel og menn voru tilbúnir að hjálpa til í vörninni fyrir hvorn annan. Það var orkustig í liðinu í kvöld sem ég fíla.“ Í fyrri leik liðanna brenndu Valsmenn sig á því að hleypa Keflvíkingum inn í leikinn eftir að hafa leitt með góðum mun og misst sigurinn úr höndunum. Var sá leikur ofarlega í huga fyrir þennan leik? „Það sveið og maður man eftir þannig bruna. Við töluðum um það í hálfleik að ekki vera að halda að við værum eitthvað góðir þrátt fyrir gott forskot í hálfleik. Fókusinn var helst á að gera það sem við vorum að gera ágætlega að gera það betur. Mér fannst við gera það á löngum köflum.“ Er lykilatriðið á vegferðinni og til að byggja trú kannski einbeiting og fókus? „Já, þó svo að það sé kalt úti þá eru menn farnir að finna fnykinn af framhaldinu og vita það að það er ekki hægt að bíða lengur heldur þurfa hlutirnir að fara að gerast. Bikarleikur um helgina. Það eru skemmtilegir tímar núna og strax leikur næsta fimmtudag svo þannig að menn eru að horfa í það að þurfa ekki að æfa of mikið. Heldur bara að einbeita sér að leikjunum. Það eru möguleikar og gott að þó við höfum verið án Arons [Booker] þá náðum við samt að halda góðu flæði í öllu.“ Joshua Jefferson gerði vel í þriðja leikhluta. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona sprengju innanborðs til að klara leiki. „Já, hann er síðan farinn að velja sín augnablik betur. Við erum með það marga stráka sem geta gert ýmislegt og á tímabili var hann svolítið passívur og svo of aggressívur þannig að hann er að læra. Hann er ungur og þetta er í raun og veru fyrsta tímabilið hans sem atvinnumaður. Hann var dálítið að skoppa á milli liða í fyrra. Gaman að sjá hann þróast og verða betri. Það er líka gaman fyrir þjálfarann að sjá unga menn vaxa og dafna.“ Að lokum var spurt út í Frank Aron Booker og stöðuna á honum. „Hann hefur ekki getað æft síðan hann fékk höfuðhögg á móti Þór. Við sjáum fram á að vera án hans áfram. Þau eru erfið þessi höfuðhögg og maður veit aldrei hvernig þau eru. Maður vonar náttúrlega að hann komi til baka sem fyrst en þangað til verðum við að lifa af án hans.“ Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF
Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda og Valsmenn styrkja stöðu sína á toppi Subway deildar karla í körfuknattleik. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar en það var dauf stemmning í húsinu og bæði lið hittu illa til að byrja með. Valsmenn náðu síðan vopnum sínum og fóru að hitta betur og sigu framúr og voru komnir með 12 stiga forskot þegar um mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Staðan 21-9 og eftir á að hyggja var út séð með það hvernig þessum leik myndi ljúka. Keflvíkingar hittu bara ekki úr þriggja stiga skotunum sínum og pirringur gerði vart við sig. Danero Thomas að skjóta þriggja stiga skoti sem að öllum líkindum klikkaði.Vísir / Hulda Margrét Annar leikhluti var alveg eins. Keflvíkingar hittu illa og hentu boltanum svo frá sér í önnur skipti. Valsmenn þökkuðu kærlega fyrir það og gengu á lagið. Munurinn var 21 stig og þegar fyrri hálfleik lauk var forskotið 18 stig 52-34. Kristófer Acox fór oft og tíðum illa með Keflvíkinga undir körfunni í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Valsmenn byrjuðu þriðja leikhlutann á því að negla niður þrist til að viðhalda sínu stuði en Keflvíkingar reyndu að bíta í skjaldarrendur til að vinna niður forskotið. Keflvíkingar fóru að hitta betur en gátu ekki stöðvað sóknarleik Valsmanna á móti. Mestan þátt í því átti maður leiksins Joshua Jefferson sem skoraði 17 stig í þriðja leikhluta og þar af 13 síðustu stig Vals í leikhlutanum. Þau komu í öllum regnbogans litum. Munurinn hélst í kringum 20 stigin og sá maður að blaðran hjá Keflavík tæmdist hægt og þétt. Staðan 84-62 fyrir fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti hófst og honum lauk síðan. Liðin skiptust á körfum sem hentaði heimamönnum náttúrlega betur og endurkoman var aldrei í kortunum hjá Keflavík. Leiknum lauk með 23 stiga sigri 105-82 og vonandi koma ekki margir svona leikir hjá Keflavík það sem eftir er af vetri. Valsmenn eru hinsvegar í sjöunda himni og geta verið mjög ánægðir með sína frammistöðu og úrslitin. Afhverju vann Valur? Þeir náðu að spila af eðlilegri getu og halda einbeitingu allan leikinn. Þeir nutu góðs af lélegri hittni Keflvíkinga en þeir sköpuðu hana náttúrlega með því að stöðva för Remy Martin sem fann félaga sína sem hittu illa framan af. Þegar forskotið var orðið gott var bensíngjöfin stigin þéttar og leikurinn kláraður. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að hitta þriggja stiga skotum í fyrri háfleik. Nýtingin 2 skot ofan í af 18 og 10 stig skoruð síðan á þá eftir tapaða bolta. Þeir höfðu síðan ekki kraft til að koma til baka eins og í Keflavík fyrir jól. Remy Martin skoraði ekki nema níu stig og var heillum horfinn í kvöld. Það munar um minna. Remy Martin átti erfitt gegn Val.Vísir / Hulda Margrét Bestur á vellinum? Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum. Hann fékk mikla hjálp náttúrlega en hvernig hann kláraði þriðja leikhluta þegar hann skoraði 13 stig í röð fyrir sína menn verður eftirminnilegt. Hann skoraði 17 stig í þriðja leikhluta og 31 stig í heild og var frábær á löngum köflum. Valur vann hans mínútur með 12 stigum en bestur í +/- var Taiwo Badmus en hans mínútur unnust með 26 stigum. Írinn knái skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og varði þrjú skot. Joshua Jefferson var illviðráðanlegur.Vísir / Hulda Margrét Hvað næst? Bikarinn er næst um helgina. Keflvíkingar geta þannig verið kátir með það að stutt er í næsta leik en þeir spila við Hött á sunnudaginn á Egilsstöðum. Valur fer í heldur styttra ferðalag en þeir fara í Garðabæinn til að spila við Stjörnuna. Pétur Ingvarsson: Vonandi bara einn af þessum dögum. Pétur Ingvarsson var þungt hugsi lengi vel.Vísir / Hulda Margrét Pétur Ingvarsson þjálfari Keflvíkinga talaði um mikilvægi þess að hitta vel gegn Val í kvöld en það gekk ekki eftir fyrir hans menn. „Við hittum ekki nógu vel og sérstaklega í fyrri háfleik. Valsmenn náðu þannig að byggja upp forskot sem við náðum ekki að vinna til baka.“ Var einhver spurning um að Keflvíkingar hefðu misst hausinn í leiknum? Svona til viðbótar við lélega hittni. „Kannski. Þetta er bara hörkulið sem við vorum að spila við og þeir voru skilvirkari en við í öllu sem þeir voru að gera. Allt sem þeir gerðu gerðu þeir betur en við og þetta er bara klárlega munurinn á liðunum í dag.“ Remy Martin átti ekki góðan leik og skaut fáum skotum. Var eitthvað í hans leik sem var öðruvísi í dag eða var Valur kannski að ná að stöðva hann? „Valur var bara að ná að stöðva hann. Þeir eru með mjög góða varnarmenn og varnarplanið gekk út á að stöðva hann. Svo þegar okkar maður kemst inn í teig og opnar fyrir skyttur sem hitta ekki neitt þá verður þetta svolítið erfitt fyrir hann. Vonandi er þetta bara einn af fáum leikjum sem við hittum svona illa. Þetta var bara ekki okkar dagur í dag.“ Er eitthvað sérstakt sem Pétur þarf að segja við sína menn eftir leikinn inn í klefa? „Bara það að það er æfing á morgun og svo leikur við Hött í 8-liða úrslitum á sunnudaginn í bikarnum. Þetta er einn leikur og ég reikna ekki með að þeir hengi upp einhverja meistarafána eftir þennan leik frekar en við hefðum gert hefðum við unnið.“ Finnur Freyr: Þó svo að það sé kalt úti þá eru menn farnir að finna fnykinn af framhaldinu Finnur Freyr var ánægður með sína menn en það þurfti þó að stýra þeim í leiknum eins og venjulega.Vísir / Hulda Margrét „Ég var bara ánægðastur með frammistöðuna í kvöld og það að við héldum fókus í allavega 39 mínútur í kvöld“, sagði þjálfari Valsmanna þegar hann var spurður út í hvað hann var ánægðastur með í kvöld. „Við gerðum vel í að vinna fyrir hvorn annan, boltinn flaut vel og menn voru tilbúnir að hjálpa til í vörninni fyrir hvorn annan. Það var orkustig í liðinu í kvöld sem ég fíla.“ Í fyrri leik liðanna brenndu Valsmenn sig á því að hleypa Keflvíkingum inn í leikinn eftir að hafa leitt með góðum mun og misst sigurinn úr höndunum. Var sá leikur ofarlega í huga fyrir þennan leik? „Það sveið og maður man eftir þannig bruna. Við töluðum um það í hálfleik að ekki vera að halda að við værum eitthvað góðir þrátt fyrir gott forskot í hálfleik. Fókusinn var helst á að gera það sem við vorum að gera ágætlega að gera það betur. Mér fannst við gera það á löngum köflum.“ Er lykilatriðið á vegferðinni og til að byggja trú kannski einbeiting og fókus? „Já, þó svo að það sé kalt úti þá eru menn farnir að finna fnykinn af framhaldinu og vita það að það er ekki hægt að bíða lengur heldur þurfa hlutirnir að fara að gerast. Bikarleikur um helgina. Það eru skemmtilegir tímar núna og strax leikur næsta fimmtudag svo þannig að menn eru að horfa í það að þurfa ekki að æfa of mikið. Heldur bara að einbeita sér að leikjunum. Það eru möguleikar og gott að þó við höfum verið án Arons [Booker] þá náðum við samt að halda góðu flæði í öllu.“ Joshua Jefferson gerði vel í þriðja leikhluta. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona sprengju innanborðs til að klara leiki. „Já, hann er síðan farinn að velja sín augnablik betur. Við erum með það marga stráka sem geta gert ýmislegt og á tímabili var hann svolítið passívur og svo of aggressívur þannig að hann er að læra. Hann er ungur og þetta er í raun og veru fyrsta tímabilið hans sem atvinnumaður. Hann var dálítið að skoppa á milli liða í fyrra. Gaman að sjá hann þróast og verða betri. Það er líka gaman fyrir þjálfarann að sjá unga menn vaxa og dafna.“ Að lokum var spurt út í Frank Aron Booker og stöðuna á honum. „Hann hefur ekki getað æft síðan hann fékk höfuðhögg á móti Þór. Við sjáum fram á að vera án hans áfram. Þau eru erfið þessi höfuðhögg og maður veit aldrei hvernig þau eru. Maður vonar náttúrlega að hann komi til baka sem fyrst en þangað til verðum við að lifa af án hans.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti