Ekki grundvallarbreytingar á búvörusamningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 09:45 Samningarnir voru undirritaðir í gær. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á samningunum að svo stöddu. Helstu breytingar séu að hægt verður á niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt sem helst þannig óbreytt frá árinu 2024 og út gildistíma samninga eða til 31. desember 2026. Þá eru gerðar minni háttar breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Einnig eru gerðar breytingar á rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar þar sem m.a. er kveðið á um að óráðstöfuðu fjármagni sem ætlað er til aðlögunar að lífrænni framleiðslu verði ráðstafað í samræmi við aðgerðaáætlun til eflingar lífrænni ræktun. Breytingunum er jafnframt ætlað að efla fjölbreyttari ræktun. Kolefnishlutlaus eigi síðar en 2040 Þá segir í tilkynningunni að í bókunum við samkomulagsskjalið sé einnig lögð áhersla á sameiginlegt markmið samningsaðila um að landbúnaður á Íslandi verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning innleiðingar á loftslagsbókhaldi landbúnaðarins. Einnig er bókun um að samningsaðilar séu sammála því að forsendur fyrir tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins frá árinu 2015 séu breyttar og að markmið yfirstandandi endurskoðunar verði að auka jafnvægi í samningnum. Þá eru aðilar sammála um að hefja nú þegar viðræður um starfsumhverfi landbúnaðar til framtíðar. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Búvörusamningar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á samningunum að svo stöddu. Helstu breytingar séu að hægt verður á niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt sem helst þannig óbreytt frá árinu 2024 og út gildistíma samninga eða til 31. desember 2026. Þá eru gerðar minni háttar breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Einnig eru gerðar breytingar á rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar þar sem m.a. er kveðið á um að óráðstöfuðu fjármagni sem ætlað er til aðlögunar að lífrænni framleiðslu verði ráðstafað í samræmi við aðgerðaáætlun til eflingar lífrænni ræktun. Breytingunum er jafnframt ætlað að efla fjölbreyttari ræktun. Kolefnishlutlaus eigi síðar en 2040 Þá segir í tilkynningunni að í bókunum við samkomulagsskjalið sé einnig lögð áhersla á sameiginlegt markmið samningsaðila um að landbúnaður á Íslandi verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning innleiðingar á loftslagsbókhaldi landbúnaðarins. Einnig er bókun um að samningsaðilar séu sammála því að forsendur fyrir tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins frá árinu 2015 séu breyttar og að markmið yfirstandandi endurskoðunar verði að auka jafnvægi í samningnum. Þá eru aðilar sammála um að hefja nú þegar viðræður um starfsumhverfi landbúnaðar til framtíðar.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Búvörusamningar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira