Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:43 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Handbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld.
Handbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita