Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 17:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, voru í Pallborðinu í dag. Vísir/Ívar Fannar Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify. Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify.
Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira