„Þar sem óttaslegin dómharkan ríkir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2024 15:49 Meðan Drífa vill vara við verkinu og hvetur fólk til sniðgögnu halda Runólfur og Steinunn Ólína vart vatni og telja Lúnu stórbrotna sýningu. vísir/grafík Runólfur Ágústsson athafnaskáld skrifar sérstaka færslu á Facebook þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld og uppfærslu á verki hans Lúnu. „Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“ Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“
Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01