„Þar sem óttaslegin dómharkan ríkir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2024 15:49 Meðan Drífa vill vara við verkinu og hvetur fólk til sniðgögnu halda Runólfur og Steinunn Ólína vart vatni og telja Lúnu stórbrotna sýningu. vísir/grafík Runólfur Ágústsson athafnaskáld skrifar sérstaka færslu á Facebook þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld og uppfærslu á verki hans Lúnu. „Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“ Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
„Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“
Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01