David Ornstein, blaðamaður á The Athletic, segir að Henderson og félagið séu að ganga frá starfslokum hans.
EXCLUSIVE: Jordan Henderson has reached agreement with Al Etiffaq to leave Saudi Pro League club. 33yo & #AlEttifaq in process of finalising contract termination. Henderson has agreed in principle to join Ajax; now details/paperwork @TheAthleticFC #Ajax https://t.co/FBXfvAwMFL
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 17, 2024
Al Etiffaq keypti hinn 33 ára gamla Henderson frá Liverpool í sumar og hann fékk mjög góðan samning hjá sádi-arabíska félaginu.
Á dögunum fréttist af því að Henderson vildi komast aftur til Evrópu. Málið hefur verið í vinnslu og hann er nú laus allra mála.
Ornstein segir enn fremur að Hendersen sé búinn að ákveða það að fara til hollenska liðsins Ajax og að samkomulag um það sé nánast í höfn.
Fyrrum fyrirliði Liverpool var ekki orðaður við endurkomu á Anfield þar sem hann spilaði í tólf ár frá 2011 til 2023.