Uppbyggingu varnargarða við Grindavík haldið áfram Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2024 19:21 Hér sést hvar hraunið vefur sig utan um horn girðingar við Efrahóp og stöðvast þar. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur. Þrjú hús urðu hrauninu frá sprungunni sunnan varnargarðanna að bráð.Vísir/Björn Steinbekk Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun vegna stöðunnar í Grindavík. Þar var ákveðið að framlengja afkomustuðning við Grindvíkinga sem gripið var til þegar fyrstu hamfarirnar riðu yfir í nóvember. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reikna megi með að sá stuðingur fari langt inn á þetta ár. Þá hafi staða húsnæðismála Grindvíkinga einnig verið rædd. Forsætisráðherra segir aukinn kraft verða settan í að kaupa íbúðarhúsnæði sem standi Grindvíkingum til boða.Stöð 2/Einar „Hún er enn þá óviðunandi. Þannig að það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir til að þær séu í boði fyrir Grindvíkinga. Við vorum að fara yfir mál sem varðar rekstrarstuðning til fyrirtækja. Hvernig við getum útfært hann,“ segir Katrín. Þá hafi verið farið yfir uppgjör á húseignum í Grindvaík. Atburðir helgarinnar hafi hins vegar sett strik í þann reikning sem annars hafi verið langt kominn og því þurfi að vinnna áfram að þeim málum. Ríkisstjórnin muni funda með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun. „Við munum síðan sitja yfir þessari vinnu á morgun og það er auðvitað íbúafundur líka á morgun þar sem við munum heyra beint ofan í íbúa. Ég á von á að við munum einnig eiga fund með stjórnarandstöðunni í vikunni. Því þetta er auðvitað mál sem allt þingið hefur líst miklum vilja og áhuga til að koma að og leysa,“ segir forsætisráðherra. Á þessari mynd sést hvernig varnargarður beindi hrauninu í vesturátt og frá bænum. Þá hefði hús Orf líftækni að öllum líkindum farið undir hraun ef varnargarðarnir hefðu ekki verið komnir.Stöð 2/Sigurjón Búast megi við að nokkur frumvörp liggi fyrir þegar Alþingi komi saman í næstu viku. Forsætisráðherra segir jákvætt að varnargarðar hafi sannað gildi sitt í gosinu í gær „Við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við auðvitað með þessa varnargarða sem við höfum verið að byggja upp. Og við sjáum að skila árangri og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Þrjú hús urðu hrauninu frá sprungunni sunnan varnargarðanna að bráð.Vísir/Björn Steinbekk Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun vegna stöðunnar í Grindavík. Þar var ákveðið að framlengja afkomustuðning við Grindvíkinga sem gripið var til þegar fyrstu hamfarirnar riðu yfir í nóvember. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reikna megi með að sá stuðingur fari langt inn á þetta ár. Þá hafi staða húsnæðismála Grindvíkinga einnig verið rædd. Forsætisráðherra segir aukinn kraft verða settan í að kaupa íbúðarhúsnæði sem standi Grindvíkingum til boða.Stöð 2/Einar „Hún er enn þá óviðunandi. Þannig að það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir til að þær séu í boði fyrir Grindvíkinga. Við vorum að fara yfir mál sem varðar rekstrarstuðning til fyrirtækja. Hvernig við getum útfært hann,“ segir Katrín. Þá hafi verið farið yfir uppgjör á húseignum í Grindvaík. Atburðir helgarinnar hafi hins vegar sett strik í þann reikning sem annars hafi verið langt kominn og því þurfi að vinnna áfram að þeim málum. Ríkisstjórnin muni funda með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun. „Við munum síðan sitja yfir þessari vinnu á morgun og það er auðvitað íbúafundur líka á morgun þar sem við munum heyra beint ofan í íbúa. Ég á von á að við munum einnig eiga fund með stjórnarandstöðunni í vikunni. Því þetta er auðvitað mál sem allt þingið hefur líst miklum vilja og áhuga til að koma að og leysa,“ segir forsætisráðherra. Á þessari mynd sést hvernig varnargarður beindi hrauninu í vesturátt og frá bænum. Þá hefði hús Orf líftækni að öllum líkindum farið undir hraun ef varnargarðarnir hefðu ekki verið komnir.Stöð 2/Sigurjón Búast megi við að nokkur frumvörp liggi fyrir þegar Alþingi komi saman í næstu viku. Forsætisráðherra segir jákvætt að varnargarðar hafi sannað gildi sitt í gosinu í gær „Við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við auðvitað með þessa varnargarða sem við höfum verið að byggja upp. Og við sjáum að skila árangri og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51
„Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28
Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07
Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00