Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 06:37 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir aðstæður í Grindavík ekki nógu öruggar til að senda þangað fólk. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. „Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
„Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09