Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2024 19:48 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. „Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri. Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri.
Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira