Allir sammála um að Raggi Nat eigi ekki að fara í bann Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 22:58 Ragnar grípur boltann með tilþrifum. Vísir/Hulda Margrét Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Halldór Garðar Hermannsson var með upptökubúnað á sér í leiknum og samtal hans og Ragnars hefur nú ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan. Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Ragnar talaði við Halldór í hálfleik og segir við hann: „Ertu í upptöku? Þannig að það heyrist þegar ég kalla aumingja, nei dómarana, þvílíka aumingja? Ertu að grínast?“ Af upptökunni að dæma eru þeir félagar Ragnar og Halldór að slá á létta strengi og Halldór endar á að segja: „Ekki vera reiður Raggi, það fer þér ekki að vera reiður!“ - og hlær. Þessi ummæli eru nú komin inn á borð aganefndar KKÍ og baðst Stefán Árni Pálsson, stjórnandi körfuboltakvölds, innilega afsökunar á þessu máli enda hafi alltaf verið lagt upp með að ekkert yrði sett í loftið sem myndi láta leikmenn líta illa út. Sérfræðingar þáttarins og Stefán voru allir sammála því að um grín hefði verið að ræða, þó vissulega mætti deila um hversu gott grínið hefði verið. „Ég bara trúi ekki að þetta sé komið á borð aganefndar og hann gæti mögulega farið í leikbann en það er staðan. Við þurfum kannski bara að skerpa á okkar verkreglum í þessu,“ - bætti Stefán við. „Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að sýna þetta en ég bara hló og mér fannst þetta bara gaman.“ „Þetta er bara misheppnaður brandari“, sagði Teitur Örlygsson. „Mér þykir svo leiðinlegt, Ragga vegna, að hann skuli af öllum mönnum vera að lenda í þessu. Þetta er ekkert mjög gáfulegt hjá Ragga, við verðum bara að viðurkenna það. Það er bara eins og það er. Þannig að vonandi verður þetta bara slegið á puttana, áminning. Þetta var klaufalegt, aldrei leikbann.“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng í viðtali eftir leik gegn Þórsurum í gær en hann hafði þá fengið veður af mögulegu banni. Innslagið í heild ásamt ummælum Arnars má sjá hér að neðan.
Körfubolti Subway-deild karla Hamar Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira