Hætta leitinni að manninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 19:14 Engin ummerki fundust um manninn. Landsbjörg Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. „Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent