Rjúfa verður vítahringinn í húsnæðismálum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin. Nánar tiltekið reikna stjórnendur verktakafyrirtækja með því að hefja byggingu 700 íbúða á næstu 12 mánuðum borið saman við um 1.000 íbúðir sem verið hafa í byggingu síðustu 12 mánuðina. Í fréttinni kemur einnig fram að sömu aðilar spáðu 65% samdrætti í búðabyggingum í mars í fyrra. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í október 2023 raungerðist þessi spá; samdrátturinn nam 68%. Með öðrum orðum; vandinn dýpkar og eykst að umfangi. Með hverju misseri færumst við fjær því að ná að byggja þær 5.000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju á næstu árum til að koma til móts við þörfina samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þekktir áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í þessari óheillaþróun eru vel þekktir; hár fjármagnskostnaður og lóðaskortur. Þá er ónefnd mikil fjölgun landsmanna sem að stórum hluta kemur til vegna þarfa fyrirtækja fyrir vinnuafl. Viðlíka fólksfjölgun er vandfundin í okkar heimshluta. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru innflytjendur á Íslandi 71.424, eða 18,4% mannfjöldans 1. janúar 2023. Hafði þeim þá fjölgað um 10.000 manns á einu ári. Einhvers staðar verður þetta ágæta fólk að búa. Ráðaleysi stjórnvalda Þetta eru ekki ný og áður óþekkt sannindi. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn reynst gjörsamlega ófær um að bregðast við þessari áskorun. Þrátt fyrir glærusýningar um áformaðar íbúðabyggingar og myndatökur við öll möguleg tækifæri versnar ástandið stöðugt. Afleiðingarnar þekkjum við öll; skorturinn framkallar himinhátt húsnæðisverð sem kemur illa við almennt launafólk og verst niður á ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópum. Vítahringur vaxta og framboðs Vonir standa til þess að verðbólga og þar með vextir fari lækkandi á árinu 2024. Hagstofa Íslands, Seðlabanki og fjármálastofnanir gera ráð fyrir töluverðri lækkun verðbólgu. Þar með glæðast vonir um að Seðlabankinn geti hafið lækkunarferli vaxta. Það væri vitanlega jákvæð þróun. Hitt ætti fólk að hafa í huga að vaxtalækkanir í framboðskreppu eru líklegar til að dýpka hana enn frekar þar sem ætla má að eftirspurn aukist að því skapi. Þannig er sú hætta fyrir hendi að lækkun verðbólgu og vaxta stuðli að enn meiri hækkun húsnæðisverðs sem aftur nærir verðbólguvísitöluna og vinnur þar með gegn sjálfu markmiðinu. Gerist þetta hefur stjórnmálunum tekist að koma á eins konar samfélagslegum vítahring. Aukið framboð og stuðningur Ljóst er að fara þurfa saman opinberar stuðningsaðgerðir við kaupendur fyrstu íbúðar og láglaunafólk og aukið framboð lóða undir íbúðahúsnæði. Það er rannsóknarefni hversu illa ríkisvaldi og sveitarstjórnarstigi hefur tekist að stilla saman strengi í því skyni að tryggja aukið framboð húsnæðis. Segja má að árum saman hafi þessi tvö stjórnsýslustig sameinast um að gera það lítið að íbúðaframleiðsla hefur ekki fullnægt náttúrulegri fjölgun þjóðar, hvað þá að auka í til að taka á móti fjölgun aðfluttra. Því hefur vandinn vaxið ár fyrir ár allt frá 2016. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Róttækra aðgerða er þörf Ef til vill er tímabært að stækka möguleg byggingarsvæði umhverfis Reykjavík og nágrannasveitarfélögin í því skyni að auka lóðaframboð. Ef til vill gæti Reykjavíkurborg innkallað lóðir. Við blasir að þörf er á róttækum aðgerðum ef takast á að létta þrýstingi af húsnæðismarkaði. Eðlilegt er að horfa til Bjargs og Blævar, óhagnaðardrifinna íbúðafélaga í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands, sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að byggja íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir launafólk. Velferð og mannréttindi Verkalýðshreyfingin er mikilvægasta afl framfara og breytinga á Íslandi. Hún uppfyllir ekki verkefni sín og skyldur láti hún sig ekki svo stórt samfélagsmál varða. Á vettvangi Alþýðusambandsins hafa verið unnar tillögur m.a. um bráða-aðgerðir og grunn að nýju húsnæðislánakerfi. Ljóst er að takist ekki að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á mun enn vaxa sá fjöldi Íslendinga sem ekki fær notið þeirra mannréttinda að eiga kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Um leið munu yfirlýsingar stjórnmálafólks á tyllidögum enn rýrna að innihaldi sem og tilkall til að Ísland geti talist velferðarsamfélag allra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin. Nánar tiltekið reikna stjórnendur verktakafyrirtækja með því að hefja byggingu 700 íbúða á næstu 12 mánuðum borið saman við um 1.000 íbúðir sem verið hafa í byggingu síðustu 12 mánuðina. Í fréttinni kemur einnig fram að sömu aðilar spáðu 65% samdrætti í búðabyggingum í mars í fyrra. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í október 2023 raungerðist þessi spá; samdrátturinn nam 68%. Með öðrum orðum; vandinn dýpkar og eykst að umfangi. Með hverju misseri færumst við fjær því að ná að byggja þær 5.000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju á næstu árum til að koma til móts við þörfina samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þekktir áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í þessari óheillaþróun eru vel þekktir; hár fjármagnskostnaður og lóðaskortur. Þá er ónefnd mikil fjölgun landsmanna sem að stórum hluta kemur til vegna þarfa fyrirtækja fyrir vinnuafl. Viðlíka fólksfjölgun er vandfundin í okkar heimshluta. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru innflytjendur á Íslandi 71.424, eða 18,4% mannfjöldans 1. janúar 2023. Hafði þeim þá fjölgað um 10.000 manns á einu ári. Einhvers staðar verður þetta ágæta fólk að búa. Ráðaleysi stjórnvalda Þetta eru ekki ný og áður óþekkt sannindi. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn reynst gjörsamlega ófær um að bregðast við þessari áskorun. Þrátt fyrir glærusýningar um áformaðar íbúðabyggingar og myndatökur við öll möguleg tækifæri versnar ástandið stöðugt. Afleiðingarnar þekkjum við öll; skorturinn framkallar himinhátt húsnæðisverð sem kemur illa við almennt launafólk og verst niður á ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópum. Vítahringur vaxta og framboðs Vonir standa til þess að verðbólga og þar með vextir fari lækkandi á árinu 2024. Hagstofa Íslands, Seðlabanki og fjármálastofnanir gera ráð fyrir töluverðri lækkun verðbólgu. Þar með glæðast vonir um að Seðlabankinn geti hafið lækkunarferli vaxta. Það væri vitanlega jákvæð þróun. Hitt ætti fólk að hafa í huga að vaxtalækkanir í framboðskreppu eru líklegar til að dýpka hana enn frekar þar sem ætla má að eftirspurn aukist að því skapi. Þannig er sú hætta fyrir hendi að lækkun verðbólgu og vaxta stuðli að enn meiri hækkun húsnæðisverðs sem aftur nærir verðbólguvísitöluna og vinnur þar með gegn sjálfu markmiðinu. Gerist þetta hefur stjórnmálunum tekist að koma á eins konar samfélagslegum vítahring. Aukið framboð og stuðningur Ljóst er að fara þurfa saman opinberar stuðningsaðgerðir við kaupendur fyrstu íbúðar og láglaunafólk og aukið framboð lóða undir íbúðahúsnæði. Það er rannsóknarefni hversu illa ríkisvaldi og sveitarstjórnarstigi hefur tekist að stilla saman strengi í því skyni að tryggja aukið framboð húsnæðis. Segja má að árum saman hafi þessi tvö stjórnsýslustig sameinast um að gera það lítið að íbúðaframleiðsla hefur ekki fullnægt náttúrulegri fjölgun þjóðar, hvað þá að auka í til að taka á móti fjölgun aðfluttra. Því hefur vandinn vaxið ár fyrir ár allt frá 2016. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Róttækra aðgerða er þörf Ef til vill er tímabært að stækka möguleg byggingarsvæði umhverfis Reykjavík og nágrannasveitarfélögin í því skyni að auka lóðaframboð. Ef til vill gæti Reykjavíkurborg innkallað lóðir. Við blasir að þörf er á róttækum aðgerðum ef takast á að létta þrýstingi af húsnæðismarkaði. Eðlilegt er að horfa til Bjargs og Blævar, óhagnaðardrifinna íbúðafélaga í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands, sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að byggja íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir launafólk. Velferð og mannréttindi Verkalýðshreyfingin er mikilvægasta afl framfara og breytinga á Íslandi. Hún uppfyllir ekki verkefni sín og skyldur láti hún sig ekki svo stórt samfélagsmál varða. Á vettvangi Alþýðusambandsins hafa verið unnar tillögur m.a. um bráða-aðgerðir og grunn að nýju húsnæðislánakerfi. Ljóst er að takist ekki að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á mun enn vaxa sá fjöldi Íslendinga sem ekki fær notið þeirra mannréttinda að eiga kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Um leið munu yfirlýsingar stjórnmálafólks á tyllidögum enn rýrna að innihaldi sem og tilkall til að Ísland geti talist velferðarsamfélag allra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun