Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk hlaut í dag tuttugu mánaða fangelsisdóm í Þingréttinum í Þelamörk. Vísir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira