„Ég vona að allir geti fundið sig í laginu, það er auðvelt að tengja við það, þar sem flest okkar er í þessari stöðugu baráttu um það sem er inni í hausnum á þér, hver þú átt að vera og álit fólks á því öllu saman, eða eins og ég segi í laginu, þetta eru bara hugmyndir mínar um hugmyndir þínar,“ segir Saga Matthildur um lagið.
Lagið er samið af Sögu og pródúsentinum Inga Bauer. Framleiðsla og útsetning var í höndum Halldórs Gunnars Pálssonar, Fjallabróðurs.
Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér að neðan.
Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fer fram annað kvöld í beinni útsendingu frá Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins sjö keppendur standa eftir; Elísabet, Stefán Óli, Birgitta, Ólafur Jóhann, Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney.