Hægur gangur í leitinni en rofar til Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 15:30 Björgunarsveitarmenn að störfum við sprunguna. Vísir/Steingrímur Dúi Hjálmar Hallgrímsson, sem stýrir aðgerðum á vettvangi í Grindavík, segir að unnið sé hörðum höndum að því að greiða fyrir aðgengi í sprungunni, sem talið er að maður hafi fallið ofan í. Hann segir að allir sem að leitinni koma standi sig ótrúlega vel miðað við það hversu erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Nú sé unnið að því að moka grjóti og öðrum jarðvegi upp úr sprungunni til þess að auka aðgengi að henni og auðvelda leit að manninum. „Það hefur aðeins rofað til. Við erum að ná grjóti sem hefur verið fyrir okkur. Þannig að það er gangur en hann er mjög hægur.“ Okkar færasta fólk sem fer niður Hjálmar segir að þau sem láta sig síga niður í sprunguna séu fagfólk sem hefur mikla reynslu af klettabjörgunum, rústabjörgunum og sprungubjörgunum. „Þetta er okkar færasta fólk sem ferð þarna niður í mjög erfiðar aðstæður. Við leggjum mikið upp úr öryggi og þar af leiðandi tekur þetta mun lengri tíma. En þetta gengur mjög vel miðað við það sem við höfum áætlað. Sex metra djúp þar sem hún er grynnst Hann segir að um það bil sex metrar séu niður á botn sprungunnar þar sem sigið er niður og talsvert dýpra þar til hliðar. Þá segir Hjálmar að lögreglan telji fulla ástæðu til þess að halda leit áfram þar til að maðurinn finnst. „Ég heyrði í mönnum áðan, það er enginn beygur í þeim. Við skiptum út mönnum sem fara niður. Það gengur bara mjög vel og miðað við þessar erfiðu aðstæður eru allir að standa sig ótrúlega vel.“ Unnið er að því að rýmka sprunguna.Vísir/Steingrímur Dúi Ekki gott hljóð í Grindvíkingum Hjálmar segir að hljóðið í þeim Grindvíkingum sem hann hefur heyrt í í dag sé ekki gott. Mikið hafi dunið á Grindvíkingum undanfarið og atburðir gærdagsins séu ekki til að bæta það. Hugur allra sé þó fyrst og fremst hjá fjölskyldu mannsins. Hann segist telja það eðlilega ákvörðun að hægja á framkvæmdum við viðgerðir í Grindavík í kjölfar slyssins. Þó sé réttlætanlegt að leyfa Grindvíkingum að vera áfram í bænum. Þeir sem eru í Grindavík geri sér grein fyrir því hvar þeir búa. „Það góða í þessu er að varnargarðarnir eru að verða komnir upp og það er ýmislegt annað gott í þessum ömurlegu aðstæðum sem við erum í núna.” Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir „Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41 Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49 Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hann segir að allir sem að leitinni koma standi sig ótrúlega vel miðað við það hversu erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Nú sé unnið að því að moka grjóti og öðrum jarðvegi upp úr sprungunni til þess að auka aðgengi að henni og auðvelda leit að manninum. „Það hefur aðeins rofað til. Við erum að ná grjóti sem hefur verið fyrir okkur. Þannig að það er gangur en hann er mjög hægur.“ Okkar færasta fólk sem fer niður Hjálmar segir að þau sem láta sig síga niður í sprunguna séu fagfólk sem hefur mikla reynslu af klettabjörgunum, rústabjörgunum og sprungubjörgunum. „Þetta er okkar færasta fólk sem ferð þarna niður í mjög erfiðar aðstæður. Við leggjum mikið upp úr öryggi og þar af leiðandi tekur þetta mun lengri tíma. En þetta gengur mjög vel miðað við það sem við höfum áætlað. Sex metra djúp þar sem hún er grynnst Hann segir að um það bil sex metrar séu niður á botn sprungunnar þar sem sigið er niður og talsvert dýpra þar til hliðar. Þá segir Hjálmar að lögreglan telji fulla ástæðu til þess að halda leit áfram þar til að maðurinn finnst. „Ég heyrði í mönnum áðan, það er enginn beygur í þeim. Við skiptum út mönnum sem fara niður. Það gengur bara mjög vel og miðað við þessar erfiðu aðstæður eru allir að standa sig ótrúlega vel.“ Unnið er að því að rýmka sprunguna.Vísir/Steingrímur Dúi Ekki gott hljóð í Grindvíkingum Hjálmar segir að hljóðið í þeim Grindvíkingum sem hann hefur heyrt í í dag sé ekki gott. Mikið hafi dunið á Grindvíkingum undanfarið og atburðir gærdagsins séu ekki til að bæta það. Hugur allra sé þó fyrst og fremst hjá fjölskyldu mannsins. Hann segist telja það eðlilega ákvörðun að hægja á framkvæmdum við viðgerðir í Grindavík í kjölfar slyssins. Þó sé réttlætanlegt að leyfa Grindvíkingum að vera áfram í bænum. Þeir sem eru í Grindavík geri sér grein fyrir því hvar þeir búa. „Það góða í þessu er að varnargarðarnir eru að verða komnir upp og það er ýmislegt annað gott í þessum ömurlegu aðstæðum sem við erum í núna.”
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir „Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41 Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49 Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41
Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49
Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59