Hægur gangur í leitinni en rofar til Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 15:30 Björgunarsveitarmenn að störfum við sprunguna. Vísir/Steingrímur Dúi Hjálmar Hallgrímsson, sem stýrir aðgerðum á vettvangi í Grindavík, segir að unnið sé hörðum höndum að því að greiða fyrir aðgengi í sprungunni, sem talið er að maður hafi fallið ofan í. Hann segir að allir sem að leitinni koma standi sig ótrúlega vel miðað við það hversu erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Nú sé unnið að því að moka grjóti og öðrum jarðvegi upp úr sprungunni til þess að auka aðgengi að henni og auðvelda leit að manninum. „Það hefur aðeins rofað til. Við erum að ná grjóti sem hefur verið fyrir okkur. Þannig að það er gangur en hann er mjög hægur.“ Okkar færasta fólk sem fer niður Hjálmar segir að þau sem láta sig síga niður í sprunguna séu fagfólk sem hefur mikla reynslu af klettabjörgunum, rústabjörgunum og sprungubjörgunum. „Þetta er okkar færasta fólk sem ferð þarna niður í mjög erfiðar aðstæður. Við leggjum mikið upp úr öryggi og þar af leiðandi tekur þetta mun lengri tíma. En þetta gengur mjög vel miðað við það sem við höfum áætlað. Sex metra djúp þar sem hún er grynnst Hann segir að um það bil sex metrar séu niður á botn sprungunnar þar sem sigið er niður og talsvert dýpra þar til hliðar. Þá segir Hjálmar að lögreglan telji fulla ástæðu til þess að halda leit áfram þar til að maðurinn finnst. „Ég heyrði í mönnum áðan, það er enginn beygur í þeim. Við skiptum út mönnum sem fara niður. Það gengur bara mjög vel og miðað við þessar erfiðu aðstæður eru allir að standa sig ótrúlega vel.“ Unnið er að því að rýmka sprunguna.Vísir/Steingrímur Dúi Ekki gott hljóð í Grindvíkingum Hjálmar segir að hljóðið í þeim Grindvíkingum sem hann hefur heyrt í í dag sé ekki gott. Mikið hafi dunið á Grindvíkingum undanfarið og atburðir gærdagsins séu ekki til að bæta það. Hugur allra sé þó fyrst og fremst hjá fjölskyldu mannsins. Hann segist telja það eðlilega ákvörðun að hægja á framkvæmdum við viðgerðir í Grindavík í kjölfar slyssins. Þó sé réttlætanlegt að leyfa Grindvíkingum að vera áfram í bænum. Þeir sem eru í Grindavík geri sér grein fyrir því hvar þeir búa. „Það góða í þessu er að varnargarðarnir eru að verða komnir upp og það er ýmislegt annað gott í þessum ömurlegu aðstæðum sem við erum í núna.” Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir „Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41 Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49 Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hann segir að allir sem að leitinni koma standi sig ótrúlega vel miðað við það hversu erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Nú sé unnið að því að moka grjóti og öðrum jarðvegi upp úr sprungunni til þess að auka aðgengi að henni og auðvelda leit að manninum. „Það hefur aðeins rofað til. Við erum að ná grjóti sem hefur verið fyrir okkur. Þannig að það er gangur en hann er mjög hægur.“ Okkar færasta fólk sem fer niður Hjálmar segir að þau sem láta sig síga niður í sprunguna séu fagfólk sem hefur mikla reynslu af klettabjörgunum, rústabjörgunum og sprungubjörgunum. „Þetta er okkar færasta fólk sem ferð þarna niður í mjög erfiðar aðstæður. Við leggjum mikið upp úr öryggi og þar af leiðandi tekur þetta mun lengri tíma. En þetta gengur mjög vel miðað við það sem við höfum áætlað. Sex metra djúp þar sem hún er grynnst Hann segir að um það bil sex metrar séu niður á botn sprungunnar þar sem sigið er niður og talsvert dýpra þar til hliðar. Þá segir Hjálmar að lögreglan telji fulla ástæðu til þess að halda leit áfram þar til að maðurinn finnst. „Ég heyrði í mönnum áðan, það er enginn beygur í þeim. Við skiptum út mönnum sem fara niður. Það gengur bara mjög vel og miðað við þessar erfiðu aðstæður eru allir að standa sig ótrúlega vel.“ Unnið er að því að rýmka sprunguna.Vísir/Steingrímur Dúi Ekki gott hljóð í Grindvíkingum Hjálmar segir að hljóðið í þeim Grindvíkingum sem hann hefur heyrt í í dag sé ekki gott. Mikið hafi dunið á Grindvíkingum undanfarið og atburðir gærdagsins séu ekki til að bæta það. Hugur allra sé þó fyrst og fremst hjá fjölskyldu mannsins. Hann segist telja það eðlilega ákvörðun að hægja á framkvæmdum við viðgerðir í Grindavík í kjölfar slyssins. Þó sé réttlætanlegt að leyfa Grindvíkingum að vera áfram í bænum. Þeir sem eru í Grindavík geri sér grein fyrir því hvar þeir búa. „Það góða í þessu er að varnargarðarnir eru að verða komnir upp og það er ýmislegt annað gott í þessum ömurlegu aðstæðum sem við erum í núna.”
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir „Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41 Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49 Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við erum bæði sorgmædd og slegin“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. 11. janúar 2024 11:41
Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. 11. janúar 2024 10:49
Mikið vatn í djúpri sprungunni „Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn. 11. janúar 2024 06:59