Lægðin hefur áhrif á mælana Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/arnar Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira