Glæpur að gera mistök – nema þú vinnir hjá Skattinum Ólafur Stephensen skrifar 9. janúar 2024 14:31 Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Nú verður tollum ekki breytt nema með lögum og ekki var vitað til þess að nein lagabreyting hefði verið gerð. Rauðrófur eru ekki framleiddar á Íslandi svo neinu nemi þannig að ekki hefði heldur verið nein ástæða til að vernda innlenda framleiðendur með tolli. Nú upphófst ferli fyrirspurna til tollstjóra hjá Skattinum um hverju þetta sætti. Félag atvinnurekenda sendi einnig fyrirspurnir á matvælaráðuneytið. Þaðan komu þau svör að enginn tollur væri á rauðrófum og ekkert hefði átt að breytast um áramótin. Í gær kom svo svar frá Skattinum: „Þetta voru mistök hjá okkur.“ Þá var hins vegar búið að tollafgreiða nokkrar sendingar af rauðrófum og innflytjendur búnir að greiða af þeim tolla. Óþægindi og umstang af þessum mistökum hjá Skattinum er því talsvert, þótt tollarnir verði að sjálfsögðu endurgreiddir. Allir geta gert mistök í vinnunni. Þessi mistök starfsmanna Skattsins hafa engar afleiðingar fyrir þá. Öðru máli gegnir hins vegar um starfsmenn innflutningsfyrirtækja, sem oft eru í nánum samskiptum við starfsmenn tollstjóra hjá Skattinum. Mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Skoðum hvers vegna. Lagabreyting án umræðu eða skoðunar Vorið 2017 flutti fjármálaráðherra frumvarp sem innihélt tillögu frá tollstjóra um að breyta saknæmisskilyrðum í 172. grein tollalaga. Lagt var til að í stað þess að refsa mætti innflytjendum vöru fyrir ranga upplýsingagjöf í tollskýrslu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, mætti refsa fólki fyrir að gefa rangar upplýsingar af einföldu gáleysi. Þetta þýðir á mannamáli að tollstjóraembættið vildi að hægt yrði að refsa fólki fyrir misgáning eða mistök. Rökin voru að það væri svo erfitt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi þegar rangar upplýsingar væru veittar í tollskýrslum. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök fyrirtækja andmæltu þessari tillögu harðlega. FA benti á að tollalöggjöfin væri flókin og ógegnsæ og innflytjendur væru oft í miklum vandræðum með að ráða fram úr henni. Dæmi væru um að jafnvel að fenginni ráðgjöf starfsmanna tollstjóra varðandi tiltekna tollframkvæmd yrði það niðurstaðan löngu síðar að vara hefði verið rangt tollflokkuð og innflytjandinn þá sakaður um ranga upplýsingagjöf. FA benti á að leiðin til að tryggja að réttar upplýsingar væru veittar væri frekar sú að tollayfirvöld legðu sig betur fram um leiðbeiningu og ráðgjöf við framkvæmd tollalaganna. Alþingi hlustaði ekki á þessi andmæli. FA og önnur hagsmunasamtök innflutningsfyrirtækja voru ekki einu sinni boðuð á nefndarfund til að ræða málið, heldur rann það ljúflega og umræðulítið í gegnum þingið. Afleiðingarnar hafa í sumum tilvikum verið grafalvarlegar fyrir starfsfólk innflutningsfyrirtækja, sem getur nú sætt refsiábyrgð fyrir að gera mistök þótt enginn vilji hafi staðið til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Tökum raunverulegt dæmi: Fyrirtæki í FA flytur öðru hvoru inn snyrtivörur. Vegna mistaka erlends sendanda vöru fylgdi rangur reikningur gögnum til tollmiðlara og staðfesti starfsmaður fyrirtækisins gögnin þar sem hann vissi ekki betur. Afleiðingar þessa fyrir starfsmanninn voru sekt og skráning á sakaskrá. Þarna skortir augljóslega allt meðalhóf; mistökin voru ekki annars eðlis en mistök starfsmanna tollstjóra sem settu óvart tolla á rauðrófur. Embættismenn segja Alþingi fyrir verkum Enginn er óskeikull og það gengur gegn grundvallargildum íslenzks samfélags að refsa fólki fyrir misgáning. Engu að síður hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ekki sinnt ítrekuðum erindum FA og fleiri um að vinda ofan af lagabreytingunni. Þær tilraunir hafa jafnvel orðið til þess að útbúin voru frumvarpsdrög, sem Skatturinn lagðist eindregið gegn með þeim fráleitu rökum að það að breyta saknæmisskilyrðunum til fyrra horfs myndi torvelda rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi! Hvernig það að geta refsað fólki fyrir einfalt gáleysi (mistök) á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er eitthvað sem gengur röklega ekki upp, en engu að síður lyppaðist efnahags- og viðskiptanefnd niður og ekkert frumvarp var flutt. Stundum eru mistök starfsmanna Skattsins miklu alvarlegri en þau sem sneru að tollum á rauðrófur í byrjun ársins. Tökum dæmi af félagsmanni FA, sem var sakaður um að hafa flutt inn vöru á röngu tollskrárnúmeri. Með ákvörðun Skattsins var fyrirtækinu gert að greiða 290 milljónir króna í ríkissjóð. Að auki neyddist það til að hækka verðið á vörunni um tugi prósenta. Rúmlega mánuði síðar viðurkenndi Skatturinn að hafa haft rangt fyrir sér og þurfti að endurgreiða kröfuna með vöxtum. Afleiðingarnar fyrir viðkomandi ríkisstarfsmenn voru hins vegar engar, þótt tjónið væri mun meira en af rauðrófuklúðrinu í síðustu viku. Enginn komst á sakaskrá. Lagabreytingin, sem gerð var að undirlagi embættismanna, vegur gróflega gegn hagsmunum og réttaröryggi fyrirtækja í innflutningi og starfsmanna þeirra. Hún gengur líka gegn grundvallargildum samfélags okkar eins og áður segir. Alþingi þarf að hysja upp um sig og hætta að láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Nú verður tollum ekki breytt nema með lögum og ekki var vitað til þess að nein lagabreyting hefði verið gerð. Rauðrófur eru ekki framleiddar á Íslandi svo neinu nemi þannig að ekki hefði heldur verið nein ástæða til að vernda innlenda framleiðendur með tolli. Nú upphófst ferli fyrirspurna til tollstjóra hjá Skattinum um hverju þetta sætti. Félag atvinnurekenda sendi einnig fyrirspurnir á matvælaráðuneytið. Þaðan komu þau svör að enginn tollur væri á rauðrófum og ekkert hefði átt að breytast um áramótin. Í gær kom svo svar frá Skattinum: „Þetta voru mistök hjá okkur.“ Þá var hins vegar búið að tollafgreiða nokkrar sendingar af rauðrófum og innflytjendur búnir að greiða af þeim tolla. Óþægindi og umstang af þessum mistökum hjá Skattinum er því talsvert, þótt tollarnir verði að sjálfsögðu endurgreiddir. Allir geta gert mistök í vinnunni. Þessi mistök starfsmanna Skattsins hafa engar afleiðingar fyrir þá. Öðru máli gegnir hins vegar um starfsmenn innflutningsfyrirtækja, sem oft eru í nánum samskiptum við starfsmenn tollstjóra hjá Skattinum. Mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Skoðum hvers vegna. Lagabreyting án umræðu eða skoðunar Vorið 2017 flutti fjármálaráðherra frumvarp sem innihélt tillögu frá tollstjóra um að breyta saknæmisskilyrðum í 172. grein tollalaga. Lagt var til að í stað þess að refsa mætti innflytjendum vöru fyrir ranga upplýsingagjöf í tollskýrslu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, mætti refsa fólki fyrir að gefa rangar upplýsingar af einföldu gáleysi. Þetta þýðir á mannamáli að tollstjóraembættið vildi að hægt yrði að refsa fólki fyrir misgáning eða mistök. Rökin voru að það væri svo erfitt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi þegar rangar upplýsingar væru veittar í tollskýrslum. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök fyrirtækja andmæltu þessari tillögu harðlega. FA benti á að tollalöggjöfin væri flókin og ógegnsæ og innflytjendur væru oft í miklum vandræðum með að ráða fram úr henni. Dæmi væru um að jafnvel að fenginni ráðgjöf starfsmanna tollstjóra varðandi tiltekna tollframkvæmd yrði það niðurstaðan löngu síðar að vara hefði verið rangt tollflokkuð og innflytjandinn þá sakaður um ranga upplýsingagjöf. FA benti á að leiðin til að tryggja að réttar upplýsingar væru veittar væri frekar sú að tollayfirvöld legðu sig betur fram um leiðbeiningu og ráðgjöf við framkvæmd tollalaganna. Alþingi hlustaði ekki á þessi andmæli. FA og önnur hagsmunasamtök innflutningsfyrirtækja voru ekki einu sinni boðuð á nefndarfund til að ræða málið, heldur rann það ljúflega og umræðulítið í gegnum þingið. Afleiðingarnar hafa í sumum tilvikum verið grafalvarlegar fyrir starfsfólk innflutningsfyrirtækja, sem getur nú sætt refsiábyrgð fyrir að gera mistök þótt enginn vilji hafi staðið til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Tökum raunverulegt dæmi: Fyrirtæki í FA flytur öðru hvoru inn snyrtivörur. Vegna mistaka erlends sendanda vöru fylgdi rangur reikningur gögnum til tollmiðlara og staðfesti starfsmaður fyrirtækisins gögnin þar sem hann vissi ekki betur. Afleiðingar þessa fyrir starfsmanninn voru sekt og skráning á sakaskrá. Þarna skortir augljóslega allt meðalhóf; mistökin voru ekki annars eðlis en mistök starfsmanna tollstjóra sem settu óvart tolla á rauðrófur. Embættismenn segja Alþingi fyrir verkum Enginn er óskeikull og það gengur gegn grundvallargildum íslenzks samfélags að refsa fólki fyrir misgáning. Engu að síður hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ekki sinnt ítrekuðum erindum FA og fleiri um að vinda ofan af lagabreytingunni. Þær tilraunir hafa jafnvel orðið til þess að útbúin voru frumvarpsdrög, sem Skatturinn lagðist eindregið gegn með þeim fráleitu rökum að það að breyta saknæmisskilyrðunum til fyrra horfs myndi torvelda rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi! Hvernig það að geta refsað fólki fyrir einfalt gáleysi (mistök) á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er eitthvað sem gengur röklega ekki upp, en engu að síður lyppaðist efnahags- og viðskiptanefnd niður og ekkert frumvarp var flutt. Stundum eru mistök starfsmanna Skattsins miklu alvarlegri en þau sem sneru að tollum á rauðrófur í byrjun ársins. Tökum dæmi af félagsmanni FA, sem var sakaður um að hafa flutt inn vöru á röngu tollskrárnúmeri. Með ákvörðun Skattsins var fyrirtækinu gert að greiða 290 milljónir króna í ríkissjóð. Að auki neyddist það til að hækka verðið á vörunni um tugi prósenta. Rúmlega mánuði síðar viðurkenndi Skatturinn að hafa haft rangt fyrir sér og þurfti að endurgreiða kröfuna með vöxtum. Afleiðingarnar fyrir viðkomandi ríkisstarfsmenn voru hins vegar engar, þótt tjónið væri mun meira en af rauðrófuklúðrinu í síðustu viku. Enginn komst á sakaskrá. Lagabreytingin, sem gerð var að undirlagi embættismanna, vegur gróflega gegn hagsmunum og réttaröryggi fyrirtækja í innflutningi og starfsmanna þeirra. Hún gengur líka gegn grundvallargildum samfélags okkar eins og áður segir. Alþingi þarf að hysja upp um sig og hætta að láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun