Notalegur staður til að slamma á Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 16:30 Sunna Benjamínsdóttir Bohn sigraði Ljóðaslammið 2023. Aðsend Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024. Menning Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024.
Menning Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira