Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 9. janúar 2024 10:30 Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun