Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 11:00 Magnús Karl segist til þessa hafa haldið aftur af sér að tjá sig um barkamálið, enda sé hann nátengdur Tómasi. Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Magnúsar á Vísi. Þar segir hann fréttaflutning síðustu daga hafa verið óvenju óskammfeilinn persónuárás með ónefndum heimildarmönnum og gróusögum, þar sem ýjað hafi verið að því að staða Tómasar á Landspítalanum sé ótrygg. Tilefnið er umfjöllun Ríkisútvarpsins um að Tómas sé kominn í veikindaleyfi. Í útvarpsþættinum Þetta helst á Rás 1 voru þau tíðindi sett í þráðbeint samhengi við plastbarkamálið og því haldið fram að staða Tómasar og framtíð hans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Plastbarkamálið snýst um ólögmætar plastbarkaaðgerðir Paolo Macchiarini, ítalsks skurðlæknis, á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð en allir sjúklingar hans, utan eins létust. Sá hafði fengið sinn barka fjarlægðann en í ljós kom að raunverulegar rannsóknir höfðu aldrei verið gerðar í aðdraganda aðgerðanna. Macchiarini hefur verið sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur hæstiréttur í Svíþjóð neitað áfrýjunarbeiðni hans. Mál hans hefur vakið aukna athygli að undanförnu vegna heimildaþáttaraðar Netflix streymisveitunnar um hann sem ber heitið Bad Surgeon: Love Under the Knife. Fyrsti plastbarkaþeginn, Andemariam Beyene, var sjúklingur Tómasar og lést eftir sína aðgerð árið 2014. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ekkju hans hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd fjölskyldunnar. Farsakenndur fréttaflutningur „Ég hef til þessa haldið aftur af mér að tjá mig um barkamálið enda nátengdur Tómasi Guðbjartssyni, við bæði góðir vinir og kollegar. Nú get ég ekki lengur setið undir þeim farsakennda fréttaflutningi sem hefur verið á borð borinn á síðustu vikum,“ skrifar Magnús Karl í grein sinni á Vísi. Hann segir málið grafalvarlegt, eitt versta hneyksli læknavísinda á síðustu árum. Alvarleikinn sé slíkur að fjölmiðlafólk þurfi að vanda til fréttaflutnings þegar komi að ásökunum. „Fyrir liggja vandaðar skýrslur, bæði hér á landi og í Svíþjóð. Einnig hefur farið fram ítarleg lögreglurannsókn, málshöfðun og dómur sem ekki verður áfrýjað er fallinn í Svíþjóð. Að mínu mati er stóri óuppgerði þátturinn í þessu máli bætur til aðstandandenda þess sjúklings sem hér um ræðir. Það er löngu tímabært að slíkar bætur verði greiddar og af þeim aðilum sem bera meginábyrgð í málinu.“ Engar vísbendingar um vitneskju Íslendinga Þá tekur Magnús fram í grein sinni ellefu lykilþætti sem honum finnst rétt að fólk þekki. Þar segir hann meðal annars að engar vísbendingar séu um að Íslendingar hafi haft nokkra vitneskju um að brögð hafi verið í tafli í meðferð Andemariam Beyene á Karolínska. Hann segir Andemariam hafa verið með illvígt krabbamein þar sem engar hefðbundnar læknandi meðferðir hafi verið í boði, þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir áliti til bestu sjúkrahúsa vestan hafs og austan. Magnús segir það þykja góða læknisfræði að vísa erfiðum tilfellum til sérhæfðra háskólasjúkrahúsa sem kunna að bjóða nýjar meðferðir sem leitt geti til lækninga. Slíkt séu raunar merki um að leitast sé við að sjúklingur fái bestu mögulegu meðferð. „Það er fráleitt að tilvísandi læknir þurfi eða hafi tök á að kanna áreiðanleika allra þeirra vísinda, birtra og óbirtra, sem að baki slíkri meðferð liggur á þekktustu stofnunum heimsins.“ Magnús segir það meginskyldu sjúkrahúsa sem veita slíka meðferðir að hafa eftirlitskerfi til að tryggja að engin slík meðferð sé veitt án þess að nægilega sterk vísindaleg og klínísk rök styðji hana. Eitt meginhneykslið í málinu sé að eftirlitskerfið hafi brugðist. Tómas hafi unnið náið með rannsóknaraðilum Magnús segir alla meðferð sem Andemariam hafi hlotið á Íslandi fyrir og eftir aðgerðina hafi verið til fyirrmyndar og sérstaklega nefnt í rannsóknarskýrslu HÍ og LSH að Tómas hafi gengið lengra í stuðningi við sjúklinginn en ætlast mætti til. Þá rifjar hann upp að vísindagrein um Andemariam sem birist 2011 hafi verið dregin til baka. „Að mínu mati er langalvarlegasti þátturinn í því misferli að ekki voru til staðar nauðsynleg leyfi eða grunnvísindi sem eiga að liggja fyrir áður en slík meðferðin fer fram. Íslenskir greinarhöfundar báru þar enga ábyrgð og voru blekktir líkt og margir nánir samstarfsmenn Macchiarini við Karólínska.“ Þá segir Magnús að í þeirri grein hafi Tómas borið nokkra ábyrgð á ónákvæmni í lýsingu á ástandi Andemariam eftir aðgerð. „Það er þó ljóst að þegar bréfasamskipti greinarhöfunda í aðdraganda birtingar eru lesin (sjá Rannsóknaskýrslu LSH og HÍ) að þar reyndi Tómas að tryggja varkárara orðalag en hans málflutningur varð undir. Hans mistök voru að draga sig þá ekki frá greininni, en hafa ber í huga að ekki var neinn grunur á þessum tímapunkti um að ábyrgðarhöfundur greinarinnar (Macchiarini) væri svikahrappur.“ Hann segir Tómas hafa unnið náið með öllum rannsóknaraðilum í málinu og afhent þeim gífurlegt magn gagna ásamt mikilvægri tímalínu. Gögnin hafi reynst rannsakendum afar mikilvæg og sænskir rannsakendur staðfest það. Óskammfeilið að hafa ekki axlað ábyrgð Magnús segir óskammfeilið að stofnanir sem beri meginábyrgð í málinu hafi ekki enn axlað hana gagnvart aðstandendum sjúklinga. Hann segist ekki sá í fljótu bragði að Landspítalinn hafi bakað sér skaðabótaábyrgð í málinu en tekur fram að honum kunni að skjátlast. „Það er nú í höndum ríkislögmanns að meta bótaskyldu eftir að forstjóri LSH vísaði málinu til hans. Ég undrast þó mjög að fjölmiðlafólk sem hefur látið sig málið varða hafi ekki spurt formann stjórnar Landspítalans hvort hann telji Landspítalann bera þyngri ábyrgð í þessu máli en sú stofnun sem hann stýrir í Stokkhólmi.“ Saknæmar aðdróttanir eða skilningsleysi á réttarkerfinu Magnús segir fréttaflutning síðustu daga hafa verið óvenju óskammfeilinn persónuárás gegn Tómasi. Ekkert sé hæft í því að staða Tómasar á Landspítalanum sé ótrygg. „Þá hefur lögmaður sem vinnur að málinu fyrir ekkju Andermarians og fréttamaður RÚV gefið í skyn í spjalli við kollega sinn á Rás 1 að dómur yfir Macchiarini eigi að leiða til þess að aðrir sem að aðgerðinni komu eigi að sæta lögreglurannsókn. Þetta lýsir annaðhvort saknæmum aðdróttunum þessara aðila eða fullkomnu skilningsleysi á réttarkerfinu.“ Magnús segir dóm hafa fallið í málinu að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi sem brotin voru framin. Rannsóknin hafi verið gerð til að finna alla þá sem hugsanlega eigi sök, til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. „Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun.“ Plastbarkamálið Landspítalinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Magnúsar á Vísi. Þar segir hann fréttaflutning síðustu daga hafa verið óvenju óskammfeilinn persónuárás með ónefndum heimildarmönnum og gróusögum, þar sem ýjað hafi verið að því að staða Tómasar á Landspítalanum sé ótrygg. Tilefnið er umfjöllun Ríkisútvarpsins um að Tómas sé kominn í veikindaleyfi. Í útvarpsþættinum Þetta helst á Rás 1 voru þau tíðindi sett í þráðbeint samhengi við plastbarkamálið og því haldið fram að staða Tómasar og framtíð hans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Plastbarkamálið snýst um ólögmætar plastbarkaaðgerðir Paolo Macchiarini, ítalsks skurðlæknis, á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð en allir sjúklingar hans, utan eins létust. Sá hafði fengið sinn barka fjarlægðann en í ljós kom að raunverulegar rannsóknir höfðu aldrei verið gerðar í aðdraganda aðgerðanna. Macchiarini hefur verið sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur hæstiréttur í Svíþjóð neitað áfrýjunarbeiðni hans. Mál hans hefur vakið aukna athygli að undanförnu vegna heimildaþáttaraðar Netflix streymisveitunnar um hann sem ber heitið Bad Surgeon: Love Under the Knife. Fyrsti plastbarkaþeginn, Andemariam Beyene, var sjúklingur Tómasar og lést eftir sína aðgerð árið 2014. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ekkju hans hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd fjölskyldunnar. Farsakenndur fréttaflutningur „Ég hef til þessa haldið aftur af mér að tjá mig um barkamálið enda nátengdur Tómasi Guðbjartssyni, við bæði góðir vinir og kollegar. Nú get ég ekki lengur setið undir þeim farsakennda fréttaflutningi sem hefur verið á borð borinn á síðustu vikum,“ skrifar Magnús Karl í grein sinni á Vísi. Hann segir málið grafalvarlegt, eitt versta hneyksli læknavísinda á síðustu árum. Alvarleikinn sé slíkur að fjölmiðlafólk þurfi að vanda til fréttaflutnings þegar komi að ásökunum. „Fyrir liggja vandaðar skýrslur, bæði hér á landi og í Svíþjóð. Einnig hefur farið fram ítarleg lögreglurannsókn, málshöfðun og dómur sem ekki verður áfrýjað er fallinn í Svíþjóð. Að mínu mati er stóri óuppgerði þátturinn í þessu máli bætur til aðstandandenda þess sjúklings sem hér um ræðir. Það er löngu tímabært að slíkar bætur verði greiddar og af þeim aðilum sem bera meginábyrgð í málinu.“ Engar vísbendingar um vitneskju Íslendinga Þá tekur Magnús fram í grein sinni ellefu lykilþætti sem honum finnst rétt að fólk þekki. Þar segir hann meðal annars að engar vísbendingar séu um að Íslendingar hafi haft nokkra vitneskju um að brögð hafi verið í tafli í meðferð Andemariam Beyene á Karolínska. Hann segir Andemariam hafa verið með illvígt krabbamein þar sem engar hefðbundnar læknandi meðferðir hafi verið í boði, þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir áliti til bestu sjúkrahúsa vestan hafs og austan. Magnús segir það þykja góða læknisfræði að vísa erfiðum tilfellum til sérhæfðra háskólasjúkrahúsa sem kunna að bjóða nýjar meðferðir sem leitt geti til lækninga. Slíkt séu raunar merki um að leitast sé við að sjúklingur fái bestu mögulegu meðferð. „Það er fráleitt að tilvísandi læknir þurfi eða hafi tök á að kanna áreiðanleika allra þeirra vísinda, birtra og óbirtra, sem að baki slíkri meðferð liggur á þekktustu stofnunum heimsins.“ Magnús segir það meginskyldu sjúkrahúsa sem veita slíka meðferðir að hafa eftirlitskerfi til að tryggja að engin slík meðferð sé veitt án þess að nægilega sterk vísindaleg og klínísk rök styðji hana. Eitt meginhneykslið í málinu sé að eftirlitskerfið hafi brugðist. Tómas hafi unnið náið með rannsóknaraðilum Magnús segir alla meðferð sem Andemariam hafi hlotið á Íslandi fyrir og eftir aðgerðina hafi verið til fyirrmyndar og sérstaklega nefnt í rannsóknarskýrslu HÍ og LSH að Tómas hafi gengið lengra í stuðningi við sjúklinginn en ætlast mætti til. Þá rifjar hann upp að vísindagrein um Andemariam sem birist 2011 hafi verið dregin til baka. „Að mínu mati er langalvarlegasti þátturinn í því misferli að ekki voru til staðar nauðsynleg leyfi eða grunnvísindi sem eiga að liggja fyrir áður en slík meðferðin fer fram. Íslenskir greinarhöfundar báru þar enga ábyrgð og voru blekktir líkt og margir nánir samstarfsmenn Macchiarini við Karólínska.“ Þá segir Magnús að í þeirri grein hafi Tómas borið nokkra ábyrgð á ónákvæmni í lýsingu á ástandi Andemariam eftir aðgerð. „Það er þó ljóst að þegar bréfasamskipti greinarhöfunda í aðdraganda birtingar eru lesin (sjá Rannsóknaskýrslu LSH og HÍ) að þar reyndi Tómas að tryggja varkárara orðalag en hans málflutningur varð undir. Hans mistök voru að draga sig þá ekki frá greininni, en hafa ber í huga að ekki var neinn grunur á þessum tímapunkti um að ábyrgðarhöfundur greinarinnar (Macchiarini) væri svikahrappur.“ Hann segir Tómas hafa unnið náið með öllum rannsóknaraðilum í málinu og afhent þeim gífurlegt magn gagna ásamt mikilvægri tímalínu. Gögnin hafi reynst rannsakendum afar mikilvæg og sænskir rannsakendur staðfest það. Óskammfeilið að hafa ekki axlað ábyrgð Magnús segir óskammfeilið að stofnanir sem beri meginábyrgð í málinu hafi ekki enn axlað hana gagnvart aðstandendum sjúklinga. Hann segist ekki sá í fljótu bragði að Landspítalinn hafi bakað sér skaðabótaábyrgð í málinu en tekur fram að honum kunni að skjátlast. „Það er nú í höndum ríkislögmanns að meta bótaskyldu eftir að forstjóri LSH vísaði málinu til hans. Ég undrast þó mjög að fjölmiðlafólk sem hefur látið sig málið varða hafi ekki spurt formann stjórnar Landspítalans hvort hann telji Landspítalann bera þyngri ábyrgð í þessu máli en sú stofnun sem hann stýrir í Stokkhólmi.“ Saknæmar aðdróttanir eða skilningsleysi á réttarkerfinu Magnús segir fréttaflutning síðustu daga hafa verið óvenju óskammfeilinn persónuárás gegn Tómasi. Ekkert sé hæft í því að staða Tómasar á Landspítalanum sé ótrygg. „Þá hefur lögmaður sem vinnur að málinu fyrir ekkju Andermarians og fréttamaður RÚV gefið í skyn í spjalli við kollega sinn á Rás 1 að dómur yfir Macchiarini eigi að leiða til þess að aðrir sem að aðgerðinni komu eigi að sæta lögreglurannsókn. Þetta lýsir annaðhvort saknæmum aðdróttunum þessara aðila eða fullkomnu skilningsleysi á réttarkerfinu.“ Magnús segir dóm hafa fallið í málinu að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi sem brotin voru framin. Rannsóknin hafi verið gerð til að finna alla þá sem hugsanlega eigi sök, til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. „Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun.“
Plastbarkamálið Landspítalinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira