Ólafur Þ. Harðarson ætlar að fjalla um forsetaembættið og framtíð þess sem enn og aftur er til umræðu.
Þau Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG ætla að rökræða niðurstöðu umboðsmanns Alþingis vegna frestunar hvalveiða síðastliðið sumar. Eitt eldfimasta mál síðasta árs sem nú vaknar til lífs á ný.
Þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ætla að ræða orkuöflun í allri þeirri umræðu sem nú geysar um orkuskort, forgangsorku, skerðingar og orkuskipti.
Í lok þáttar mætir Halla Helgadóttir, íbúi í Vesturbænum en þar er hópur fólks hressilega ósáttur við áform Bandaríkjamanna um að reisa vígirðingar við tilvonandi heimili sendiherra þess ríkis hér á landi.