Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. janúar 2024 09:01 Sverrir Þór bíður enn dóms vegna ákæru um stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu, hlutdeild í sambærilegum brotum og skipulagða glæpastarfsem Vísir Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. Efnin fundust við húsleit sem gerð var í tengslum við hinar svokölluðu Match Point aðgerðir brasilísku alríkislögreglunnar þann 14. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í gögnum frá ríkissaksóknaraembættinu í Ríó de Janeiro sem Vísir hefur undir höndum. Grunaður um að vera höfuðpaur Líkt og áður hefur verið greint frá var Sverrir Þór handtekinn í húsnæði í suðurhluta Ríó de Janeiro þann 14.apríl síðastliðinn í tengslum við hinar svokölluðu Match Point aðgerðir brasilísku alríkislögreglunnar. Ráðist var í 43 húsleitir í tíu borgum í Brasilíu og á endanum voru 53 einstaklingar handteknir. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem sneru að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Sverrir Þór er grunaður um að vera einn af leiðtogum samtakanna, sem talin eru stunda víðtæka brotastarfsemi i Brasilíu. Að sögn brasilísku lögreglunnar er glæpahópnum skipt upp í tvær stórar einingar en með útibú í fjölmörgum borgum í Brasilíu. Sérstaklega í Sao Paulo, Ríó de Janeiro og Ríó Grande do Norte. Í byrjun júlí síðastliðinn var Sverrir ásamt fimmtíu öðrum ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu, hlutdeild í sambærilegum brotum og skipulagða glæpastarfsemi. Hann hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi. Vert er að taka fram að þær ákærur hafa enn ekki verið teknar fyrir hjá dómstól í Santa Catarina ríki. Hitt brotið, sem var Sverrir Þór var dæmdur fyrir þann 23. nóvember síðastliðinn, snýr einungis að fíkniefnavörslu og var tekið fyrir á öðru dómstigi. Vændiskona bar vitni Tveir alríkislögreglumenn sem tóku þátt í leitaraðgerðunum báru vitni fyrir dómstólnum í Ríó de Janeiro, þegar málið var tekið fyrir í júlí síðastliðnum. Fram kom í vitnisburði þeirra að efnin hefðu fundist inni í svefnherbergi Sverris Þórs á efri hæð hússins. Um var að ræða 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni. Samkvæmt lýsingu lögreglu mannanna var einhvers konar viðbygging við svefnherbergið þar sem geymd voru margvísleg kynlífshjálpartæki. Að sögn lögreglumannanna voru fimm eða sex byggingaverktakar að störfum á neðri hæð hússins þegar handtakan fór fram. Sverrir Þór var að sögn lögreglumannanna „syfjaður“ og „vankaður" og neitaði að gefa upp hver ætti fíkniefnin. Var hann handtekinn en þegar á lögreglustöð var komið nýtti hann stjórnarskrárvarinn rétt sinn og neitaði að tjá sig við yfirheyrslur. Efnin sem fundust í húsnæði Sverris.Policia Federal Þá greindu lögreglumennirnir frá því að auk Sverris Þórs hefði ung kona verið stödd í húsinu og var komið að þeim tveimur í svefnherberginu. Umrædd kona bar einnig vitni fyrir dómnum og kvaðst vera vændiskona. Sagðist hún hafa hitt Sverri Þór nokkrum sinnum áður. Hún sagði margar aðrar stúlkur stunda vændi í húsnæðinu. Aðspurð sagðist hún aldrei hafa séð Sverri Þór nota eða selja fíkniefni, heldur þekkti hún hann sem plötusnúð. Byggingaverkamaður bar einnig vitni fyrir dómnum og sagði húsnæðið yfirleitt vera fjölmennt og mikið um partý. Hann sagðist einungis þekkja Sverri Þór í sjón og sagðist aldrei hafa séð merki um fíkniefnasölu í húsinu. Þá sagði hann einnig að Sverrir Þór byggi ekki í húsinu heldur væri það einungis notað undir partý. Enginn vafi á sekt Fyrir dómi héldur verjendur Sverris Þórs því meðal annars fram að annmarkar væru á ákæru og að sönnungargögn hefðu verið meðhöndluð með ófullnægjandi hætti. Þegar Sverrir Þór var yfirheyrður fyrir dómnum sagðist hann „stunda vinnu af og til“ og sagðist eiga tólf ára gamla dóttur sem byggi hjá honum í Brasilíu. Þá gaf hann jafnframt upp heimilifang sitt í Botafogo- hverfinu í Ríó de Jainero og kvaðst hafa verið búsettur þar undanfarin tvö ár, en ekki í umræddu húsnæði í São Conrado hverfinu. Hann neitaði að svara öðrum spurningum en frá verjendum sínum. Þá neitaði hann að eiga umrædd efni og sagðist ekki stunda fíkniefnasölu. Sagðist hann hafa hitt umrædda vændiskonu í íbúð sinni í Botafogo kvöldið áður og þaðan hefðu þau farið í húsið þar sem haldið var fjölmennt partý. Þá sagðist hann ekki hafa verið staddur í svefnherberginu þegar lögreglan mætti umræddan morgun, heldur á neðri hæð hússins. Þá bætti hann við að húsið væri „risastórt“ og að þar hafi ennþá verið fullt af fólki þegar lögreglan mætti á svæðið. Þá sagðist hann nota húsið í São Conrado einungis fyrir partý. Fram kemur í dómsorði að engin ástæða sé til að draga vitnisburð fyrrnefndra lögreglumanna í efa. Framburður þeirra hafi verið skýr og greinargóður. Sannað þótti að efnin sem fundust á heimili Sverris Þórs þennan dag væru ætluð til sölu og dreifingar. Þá er tekið fram að leitaraðgerðirnar á heimili Sverris Þórs umræddan dag hafi verið á grundvelli þess að hann var grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnasmygli. Enginn möguleiki á framsali Þá kemur fram að Sverrir Þór hafi áður gerst sekur um refsivert athæfi og hafi verið á reynslulausn þegar hann var handtekinn. Líkt og áður hefur verið greint frá var hann dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu árið 2012, fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Var það metið til refsiþyngingar að þessu sinni. Var það niðurstaða dómsins að dæma Sverri Þór í 6 ára og níu mánaða fangelsi. Í samtali við Vísi í maí síðastliðnum sagði Thiago Giavarotti, yfirlögregluþjónn alríkislögreglunnar í Brasilíu að Policia Federal, að ekki væri möguleiki á að Sverrir Þór yrði framseldur til Íslands. Ástæðan sé sú að hann hafi eignast barn í Brasilíu. „Í slíkum tilfellum leyfa okkar lög ekki slíkt framsal.“ Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Efnin fundust við húsleit sem gerð var í tengslum við hinar svokölluðu Match Point aðgerðir brasilísku alríkislögreglunnar þann 14. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í gögnum frá ríkissaksóknaraembættinu í Ríó de Janeiro sem Vísir hefur undir höndum. Grunaður um að vera höfuðpaur Líkt og áður hefur verið greint frá var Sverrir Þór handtekinn í húsnæði í suðurhluta Ríó de Janeiro þann 14.apríl síðastliðinn í tengslum við hinar svokölluðu Match Point aðgerðir brasilísku alríkislögreglunnar. Ráðist var í 43 húsleitir í tíu borgum í Brasilíu og á endanum voru 53 einstaklingar handteknir. Bankareikningar voru frystir hjá 43 einstaklingum og hald lagt á 57 húseignir, bifreiðar og báta. Einnig voru haldlögð 65 kílógrömm af kókaíni, 225 kíló af kannabisefnum, skartgripi og vopn. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem sneru að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Sverrir Þór er grunaður um að vera einn af leiðtogum samtakanna, sem talin eru stunda víðtæka brotastarfsemi i Brasilíu. Að sögn brasilísku lögreglunnar er glæpahópnum skipt upp í tvær stórar einingar en með útibú í fjölmörgum borgum í Brasilíu. Sérstaklega í Sao Paulo, Ríó de Janeiro og Ríó Grande do Norte. Í byrjun júlí síðastliðinn var Sverrir ásamt fimmtíu öðrum ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu, hlutdeild í sambærilegum brotum og skipulagða glæpastarfsemi. Hann hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi. Vert er að taka fram að þær ákærur hafa enn ekki verið teknar fyrir hjá dómstól í Santa Catarina ríki. Hitt brotið, sem var Sverrir Þór var dæmdur fyrir þann 23. nóvember síðastliðinn, snýr einungis að fíkniefnavörslu og var tekið fyrir á öðru dómstigi. Vændiskona bar vitni Tveir alríkislögreglumenn sem tóku þátt í leitaraðgerðunum báru vitni fyrir dómstólnum í Ríó de Janeiro, þegar málið var tekið fyrir í júlí síðastliðnum. Fram kom í vitnisburði þeirra að efnin hefðu fundist inni í svefnherbergi Sverris Þórs á efri hæð hússins. Um var að ræða 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni. Samkvæmt lýsingu lögreglu mannanna var einhvers konar viðbygging við svefnherbergið þar sem geymd voru margvísleg kynlífshjálpartæki. Að sögn lögreglumannanna voru fimm eða sex byggingaverktakar að störfum á neðri hæð hússins þegar handtakan fór fram. Sverrir Þór var að sögn lögreglumannanna „syfjaður“ og „vankaður" og neitaði að gefa upp hver ætti fíkniefnin. Var hann handtekinn en þegar á lögreglustöð var komið nýtti hann stjórnarskrárvarinn rétt sinn og neitaði að tjá sig við yfirheyrslur. Efnin sem fundust í húsnæði Sverris.Policia Federal Þá greindu lögreglumennirnir frá því að auk Sverris Þórs hefði ung kona verið stödd í húsinu og var komið að þeim tveimur í svefnherberginu. Umrædd kona bar einnig vitni fyrir dómnum og kvaðst vera vændiskona. Sagðist hún hafa hitt Sverri Þór nokkrum sinnum áður. Hún sagði margar aðrar stúlkur stunda vændi í húsnæðinu. Aðspurð sagðist hún aldrei hafa séð Sverri Þór nota eða selja fíkniefni, heldur þekkti hún hann sem plötusnúð. Byggingaverkamaður bar einnig vitni fyrir dómnum og sagði húsnæðið yfirleitt vera fjölmennt og mikið um partý. Hann sagðist einungis þekkja Sverri Þór í sjón og sagðist aldrei hafa séð merki um fíkniefnasölu í húsinu. Þá sagði hann einnig að Sverrir Þór byggi ekki í húsinu heldur væri það einungis notað undir partý. Enginn vafi á sekt Fyrir dómi héldur verjendur Sverris Þórs því meðal annars fram að annmarkar væru á ákæru og að sönnungargögn hefðu verið meðhöndluð með ófullnægjandi hætti. Þegar Sverrir Þór var yfirheyrður fyrir dómnum sagðist hann „stunda vinnu af og til“ og sagðist eiga tólf ára gamla dóttur sem byggi hjá honum í Brasilíu. Þá gaf hann jafnframt upp heimilifang sitt í Botafogo- hverfinu í Ríó de Jainero og kvaðst hafa verið búsettur þar undanfarin tvö ár, en ekki í umræddu húsnæði í São Conrado hverfinu. Hann neitaði að svara öðrum spurningum en frá verjendum sínum. Þá neitaði hann að eiga umrædd efni og sagðist ekki stunda fíkniefnasölu. Sagðist hann hafa hitt umrædda vændiskonu í íbúð sinni í Botafogo kvöldið áður og þaðan hefðu þau farið í húsið þar sem haldið var fjölmennt partý. Þá sagðist hann ekki hafa verið staddur í svefnherberginu þegar lögreglan mætti umræddan morgun, heldur á neðri hæð hússins. Þá bætti hann við að húsið væri „risastórt“ og að þar hafi ennþá verið fullt af fólki þegar lögreglan mætti á svæðið. Þá sagðist hann nota húsið í São Conrado einungis fyrir partý. Fram kemur í dómsorði að engin ástæða sé til að draga vitnisburð fyrrnefndra lögreglumanna í efa. Framburður þeirra hafi verið skýr og greinargóður. Sannað þótti að efnin sem fundust á heimili Sverris Þórs þennan dag væru ætluð til sölu og dreifingar. Þá er tekið fram að leitaraðgerðirnar á heimili Sverris Þórs umræddan dag hafi verið á grundvelli þess að hann var grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnasmygli. Enginn möguleiki á framsali Þá kemur fram að Sverrir Þór hafi áður gerst sekur um refsivert athæfi og hafi verið á reynslulausn þegar hann var handtekinn. Líkt og áður hefur verið greint frá var hann dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu árið 2012, fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Var það metið til refsiþyngingar að þessu sinni. Var það niðurstaða dómsins að dæma Sverri Þór í 6 ára og níu mánaða fangelsi. Í samtali við Vísi í maí síðastliðnum sagði Thiago Giavarotti, yfirlögregluþjónn alríkislögreglunnar í Brasilíu að Policia Federal, að ekki væri möguleiki á að Sverrir Þór yrði framseldur til Íslands. Ástæðan sé sú að hann hafi eignast barn í Brasilíu. „Í slíkum tilfellum leyfa okkar lög ekki slíkt framsal.“
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira